Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.1.2009 | 13:17
Já, húrra!
Vanhæf ríkisstjórn hefur farið frá! Nú þarf að fara fram gagnger skoðun á störfum ráðherra og ábyrgð þeirra á hruninu. Það er mjög mikilvægt að spillingaröflum Sjálfstæðisflokksins verði haldið frá valdastólunum. Flokkurinn hefur verið við völd í hartær 18 ár, og stjórnað efnahagsmálum allan þann tíma. Ábyrgð Sjálfstæðismanna á hruninu er gríðarleg. Forsenda þess að hægt sé að komast til botns í því er að koma flokknum frá völdum.
26.1.2009 | 10:55
Geir greiddi götu ræningjanna
Geir Haarde hefur verið í fylkingarbrjósti nýfrjálshyggjumanna á Íslandi allt frá því hann var í stúdentapólitíkinni í gamla daga. Sem fjármálaráðherra um árabil stóð hann fyrir því að nánast allar kröfur viðskiptaráðs og annarra þrýstihópa græðgisaflanna voru uppfylltar, og greiddi götu braskaranna eftir bestu getu. Nú fellur spilaborgin, eftir stendur að útrásarvíkingarnir voru ræningjabarónar og á stundum ótíndir þjófar. Eftirmæli Geirs þegar hann nú hverfur af sviði stórnmálanna verða nöturleg: hann var einn þeirra sem gerði græðgisöflunum kleyft að fara ránshendi um eigur þjóðarinnar og steypa okkur í skuldaánauð. Þegar öll kurl koma til grafar á kanski eftir að koma í ljós að ástæða þess að bretar beittu okkur hryðjuverkalögum var sú að þeir treystu ekki þeim kumpánum Geir og Davíð.
![]() |
Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 20:36
Landráðamenn?
![]() |
Lánin mögulega lögbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 14:52
Afsögn og flokksræði
![]() |
Björgvin segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2009 | 13:26
Óánægjufylgi
Það er athyglisvert hversu mikið fylgi mælist við VG. Steingrímur og félagar eru auðvitað óflekaðir af spillingu, vinavæðingu og mistökum við hagstjórn síðustu ára, og það verður að segja þeim til sannmælis að VG hefur um árabil varað við því hvert stefndi. En stjórnmál snúast ekki um fortíð heldur nútíð og framtíð. Ég hef efasemdir um að VG séu þess umbúin að leiða þjóðina út úr ógöngunum. Ég hef ekki séð neinar lausnir í málflutningi þeirra. VG hefur haft 100 daga til að koma með aðgerðaáætlun um það hvernig bregðast ætti við kreppunni. Það hefur ekki komið fram nein slík áætlun. Það er bara tvennt til ráða til að bregðast við vandanum sem að steðjar: að auka tekjur þjóðarbúsins og að minnka útgjöldin. Það er mjög erfitt að auka tekjur ríkisins, þó hærri skattar væru vissulega skref í rétta átt. Við munum neyðast til að skéra niður í útgjöldum ríkisins, það er óhjákvæmilegt. VG hafa ekki sett fram neina áætlun um það hvernig og hvar eigi að skéra. Þá eru VG algerlega andsnúin Evrópusambandsaðild og líta ekki á aðildarviðræður sem skref i átt til lausnar kreppunni. Framtíðarsýn VG virðist frekar vera einhvers konar bændarómantískt haftaþjóðfélag, þar sem við unum glöð við okkar, ræktum landið, höldum glöð útá fiskimiðin, borðum þverhöggna ýsu og rollukjöt, og prjónum fyrir framan góðar fréttir í ríkissjónvarpinu (fullu af auglýsingum, vel að merkja).
Mig grunar að þegar kosningabaráttan fer í gang og stjórnmálamenn verða krafðir svara um hvað þeir ætla að gera til að mæta kreppunni muni fylgi við VG dala. Óánægjufylgi er mjög flóttagjarnt, og ef VG lofar ekki öllum óánægðum gulli og grænum skógum yfirgefur fylgið flokkinn.
![]() |
Fylgi VG mælist rúmlega 32% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 09:20
Mótmælin beinast ekki gegn lögreglunni
![]() |
Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 18:26
Ábyrgðarleysi að halda stjórnarsamstarfi áfram!
Stjórnin nýtur ekki stuðnings eða trausts lengur. Ráðamenn hafa ekki axlað ábyrgð. Það er mikilvægt að forsætisráðherra segi af sér. Hann er einn arkitekta þess valdaráns nýfrjálshyggjumanna sem átti sér stað á Íslandi á valdatíma Davíðs Oddssonar. Hann bjó til ramma fyrir einkavinavæðingu bankanna, og horfði með velþókknun á fjárglæframanna fara ránshendi um eigur landsmanna. Davíð Oddsson situr enn í dimmuborgum Seðlabankans og ráðskast með ríkisfjármálin. Árni fjármálaráðherra hefur sýnt að hann er vanhæfur um að gegna embætti sínu, og Björgvin viðskiptaráðherra hafði ekki hugmynd um hvert stefndi þegar allt fór í klessu. Mesta ábyrgð á hruninu bera auðvitað fjárglæframennirnir sem stýrðu bönkunum. Þeir tóku áhættu með efnahag Íslands að veði. En þeir störfuðu í skjóli stjórnvalda, vanhæfs fjármálaeftirlits og Seðlabanka sem var ekki þeim vanda vaxinn að hafa eftirlit með því sem var að gerast. Hér verður engin endurreisn eða uppbygging án þess að þessir stjórnmálamenn og embættismenn viðurkenni ábyrgð og segi af sér!
![]() |
Ábyrgðarleysi að leysa upp stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 11:06
Mótmælendur skiptu þúsundum
![]() |
Mótmæli halda áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 16:16
Ísland og Simbabve
20.1.2009 | 14:11
Þetta er bara byrjunin!
![]() |
Fjölmenni á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |