Stjórnin í raun dauð

VG er búið að fella stjórnina, hún er dauð, en vil bara ekki horfast í augu við það. Það er ekki þingmeirihluti fyrir ríkisábyrgð á icesave samningnum. Vandamálið er að það getur enginn tekið við stjórnarvölnum, það blasir við stjórnarkreppa. Sjálfstæðismenn vilja ekki í stjórn, því þeir vilja ekki fást við afleiðingar spillingar og óstjórnar egin flokks í 16 ár. Framsókn er ótæk vegna lýðskrumsstefnu nýja formannsins, og VG klofnir og í raun ekki hæfir til neins nema að sitja í stjórnarandstöðu.   
mbl.is Stjórnin ekki í hættu vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Andartak, það eru ekki nema örfáir dagar síðan þú lofaðir að hætta að blogga......! Hefur þú eitthvert sérstakt leyfi til að svíkja gefin loforð?

Baldur Hermannsson, 2.10.2009 kl. 16:58

2 identicon

Ég veit ekki betur en VG sé í stjórn núna en hann er mesti lýðskrumflokkur lýðveldisins frá upphafi.  Þetta muna þeir sem hafa meira en gullfiskaminni.  Framsókn getur því þess vegna farið í stjórn strax í kvöld.

ÞJ (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 18:59

3 identicon

Það sem vantar er fulltrúaeinstaklingsræði. Fjórflokkarnir ALLIR eru dauðir , VG , Samfylking , Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Enginn er með yfir 40 eða yfir 50% fylgi. Af hverju er verið að leyfa þessu liði að vera þarna á þinginu? Þeir mega rugla í okkur en við ekki í þeim!

Ásgeir Valur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 22:35

4 identicon

Í fulltrúaeinstaklingsræði ráða samfélagsráð ríkjum sem taka ákvörðun um það hvort að einhver sé hæfur til þess að vera til gagns fyrir samfélagið eða ekki.

Borgað er fyrir ráð og upplýsingar sem fólk gefur , og unnið er langmest í 4 eða meiri klukkutíma á viku eftir þörfum.

Í fulltrúaeinstaklingsræði er það hver og einn einstaklingur sem skiptir máli fyrir sig en ekki lýður. Samkomur fara fram þar sem fólk vill deila trúarlegum , andlegum eða öðrum hugmyndum , t.d. um umhverfismál.

Ég fattaði upp á orðinu ´einstaklingsræði´fyrstur manna á Íslandi til þess að lama endanlega starfsemi fjórflokkanna og binda endanlegann endi á framrás kapítalisma , sósíalisma , marx - lenínisma , osv.frv. Ég gat gert þetta og gerði það einn míns liðs. En það hefði aldrei tekist ef ég hefði ekki strax þýtt ´einstaklingsræðishugtakið´yfir á enska heitið ´indivuduacrazy´og sýnt þar með fram á að það sé stórkostlegur munur á lýðræðisríki og einstaklingsræðisþjóðfélagi. 

Eða eins og ég ætla að segja núna á ensku; ´in an individuacrazy , it is the individual that counts , and thus society and humankind as a whole´. 

Ásgeir Valur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband