Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.2.2009 | 16:31
Erfitt að átta sig á nýjum tímum
Sjálfstæðismenn eiga erfitt með að sætta sig við að það eru nýjir tímar. Fólk er þreytt á flokksræðinu og spillingarkerfi Sjálfstæðisflokksins. Fólk telur seðlabankastjórnina hafa sýnt að hún setti ekki fjárglæframönnunum sem stýrðu útrásinni skorður, og að stefna og aðgerðir bankans hafi markast af röngum ákvörðunum og röngum viðbrögðum. Fólk telur stjórnendur Seðlabankans vanhæfa til að gegna starfi sínu. Þess vegna þurfa þeir að víkja.
Nú skeiða þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram og reyna að breiða út þá skýringu að Samfylkingin láti stjórnast af heift, þetta séu hreinsanir í stjórnkerfinu, ákaflega ógeðfellt, annað eins hafi ekki sést undanfarna áratugi. Flokksbróðir Birgis Ármanssonar, Halldór Blöndal, telur stjórn Seðlabankans verða fyrir einelti. Ætli flestir telji þetta ekki tímabærar hreinsanir? Ætli almenningur vilji ekki bitlingasnatana og einkavinina burt úr stjórnkerfinu? Birgir Ármannsson hefur verið dyggur liðsmaður nýfrjálshyggjunnar og ekki furða að hann sjái sína sæng upp reidda þegar tekið er til eftir hrunið sem nýfrjálshyggjan leiddi til. Ég vona að kjósendur hreinsi hann og aðra nýfjálshyggjusnata út af þingi í komandi kosningum. Hvers vegna? Þeir eru vanhæfir til að ráðskast með framtíð þjóðarinnar. Við höfum eitt stykki bankahrun til að sanna það.
![]() |
Pólitískar hreinsanir og heift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2009 | 12:48
Einelti? Já, ég skil.
Svona getur maður misskilið hlutina. Ég hélt að krafan um að stjórnendur Seðlabankans færu frá byggði á því að fjármálakerfi landsins hrundi á þeirra vakt. Ég hélt að seðlabankastjórarnir hefðu verið harðlega gagnrýndir fyrir að bankinn hafi brugðist í eftirlitshlutverki sínu. Ég hélt líka að fjöldi hagfræðinga, innlendra sem erlendra, hefðu lýst vantrausti á seðlabankastjórana. Ég hélt líka að seðlabankastjórarnir hefðu allir fengið stöður sínar sem hluta af víðfemu spillingarkerfi sem setur flokksgæðinga í trúnaðarsæti. Ég hélt til að mynda að í seðlabankaráði sætu hugmyndafræðingar frjálshyggjunnar í krafti flokksræðis og valdastjórnmála, eða situr Hannes Hólmsteinn ekki þar ennþá?
Nú veit ég betur. Gagnrýnin á seðlabankstjórnina er pólitík og jaðrar við einelti. Já, ég skil. Gott að mogginn upplýsir mann um svona lagað. Ég þarf greinilega að taka afstöðu mína til Davíðs Odssonar og Hannesar Hómsteins til endurskoðunar. Þeir eru jú regnbogabörn. Það segir Halldór Blöndal. Þá hlýtur það að vera rétt. Ég skil.
![]() |
Yfirlýsingar jaðra við einelti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2009 | 16:42
Stóru málin bíða
![]() |
Stjórnarskiptin vekja athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 14:54
Skelfing er þetta aumt
![]() |
Geir: Stjórnuðust af hatri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.1.2009 | 10:11
Evrópusambandsaðild forgangsmál
Eftir stjórnarslitin hafa stjórnmálaflokkarnir farið í sama gamla farið í pexi og þrasi. Sjálfstæðismenn draga fram gömlu klysjuna um glundroða vinstri manna, samfylkingarmenn og VG ásaka íhaldið fyrir að vera samt við sig í hagsmunagæslu og Framsókn reynir að selja sig sem nýtt og ferskt afl á miðjunni með því að látast ekki bera neina ábyrgð á efnahagslegum ógöngum Íslands. Menn leggja áherslu á hvað skilur að og sundrar, en lítið fer fyrir samræðu um hvað Íslandi sé fyrir bestu þegar til lengri tíma er litið. Þannig hefur umræðan um mögulega aðild að Evrópusambandinu algerlega horfið í skuggann af dægurþrasinu. Ákvörðun fráfarandi sjávarútvegsráðherra að heimila stórfelldar hvalveiðar, tekin eftir að Geir Haarde var búinn að biðjast lausnar fyrir ráðuneyti sitt, er gjörningur sem þjónar því pólitíska markmiði að sundra þeim öflum er gætu stuttminnihlutastjórn SF og VG og gera evrópusinnum erfiðara fyrir í komandi Evrópuumræðu.
Ísland stendur á tímamótum, og það er nú sem framtíð Íslands ræðst. Viljum við halda áfram í sama gamla farvegi flokksræðis og sérhagsmuna eða viljum við inná nýja braut lýðræðis og þjóðarhagsmuna? Menn skyldu velta fyrir sér hvers vegna sterk öfl innan Sjálfstæðisflokks eru svo andsnúin Evrópusambandsaðild? Skyldi það vera vegna þess að þessi öfl sjá í Evrópusambandinu ógnun við þau heljartök sem þau hafa haft á efnahagslífi landsins í gegnum flokksræðið? Ísland er samfélag fákeppni og einokunnar, þar sem misvitrir stjórnmálaleiðtogar hafa gert eins og þeim sýnist - yfirleitt með egin hagsmuni að leiðarljósi. Því verður að breyta. Þar er Evrópusambandsaðlid lykilatriði.
![]() |
Fengjum forgang inn í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2009 | 10:42
Atkvæðaveiðar sá fræi sundurþykkju
Fráfarandi sjávarútvegsráðherra lætur það vera sitt síðasta embættisverk að heimila stórfelldar hvalveiðar. Það má auðvitað ræða hvort hann hafi haft umboð til að gera þetta? Hvert er umboð ráðherra í ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar? Er eðlilegt að ráðherrann taki svona stóra ákvörðun sem vitað er að mun valda miklum úlfaþyt? Þurfum við á frekari neikvæðri umfjöllun að halda í erlendum fjölmiðlum? Markmið ráðherrans eru ekki göfug: að veiða atkvæði hvalveiðasinna í komandi kosningum og gera nýrri stjórn erfitt fyrir. Hann getur varla verið óvitandi um að hvalveiðar eru mjög umdeildar, og með ákvörðun sinni sáir hann fræi sundurþykkju meðal þjóðarinnar. Við þurfum síst á því að halda nú. En tilgangurinn helgar meðalið í augum þeirra sem vilja deila og drottna. Þessi ráðherragjörð er "Zimbabvisk", svona gera veruleikafirrtir og valdaspilltir menn. Mikil er óhamingja okkar að hafa haft svona fólk í ráðherrastólum.
![]() |
Alvarlegt ef ný stjórn bannar hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2009 | 09:48
Sjálfstæðisflokkur í sárum
![]() |
„Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2009 | 15:56
Glöggt er gests augað
![]() |
Times: Óvinsælasti maður Íslands?" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2009 | 13:06
Eigum við þetta skilið?
Það er stundum sagt að kjarni lýðræðisins sé að þjóðin fái þá stjórnmálamenn sem hún á skilið. Þegar ég líf yfir völl stjórnmálanna og forystusveitir stjórnmálaflokkana velti ég því fyrir mér hvort við eigum þetta virkilega skilið? Sérhagsmunapotarar sem bera hagsmuni eins hóps fyrir brjósti; fyrirgeiðslupólitíkusar sem vinna fyrir sína heimabyggð eða stunda atkvæðakaup; flokkseigendafélög og þeirra grúppíur sem varðar bara um hagsmuni Flokksins en skíta í þjóðarhag; framagosar sem nota alþingi og stjórnmálin til að klifra í þjóðfélagsstiganum og komast í námunda við feit embætti; siðblindur þjófur sem fékk uppreisn æru og skoraði síðan hátt í prófkjöri.
Treysti ég þessu liði? Nei. Alþingi hefur verið gert að afgreiðslustofnun framkvæmdavaldsins, þar sem flokkshollusta hefur kæft hugsjónir og sjálfsvirðingu þingmanna. Ef Ísland á að eiga sér viðreisnar von verður að skipta út stærstum hluta núverandi þingliðs. Spor þeirra hræða. Við eigum betra skilið en þetta lið. Við þurfum stjórnlagaþing, og landið verður að vera eitt kjördæmi. Ríkisstjórn á að sitja í umboði þjóðarinnar, ekki í skjóli flokkshollra tuskudúkka sem kinka kolli eftir skipunum.
26.1.2009 | 13:39
Orsakir stjórnarslita: vanhæf ríkisstjórn
Geir Haarde heldur áfram með djúpstæðar analýsur sínar, í stíl við "ef ég hef gert eitthvað rangt, þykir mér það leitt". Nú telur hann að ríkisstjórnin hafi sprungið vegna þess að Samfylkingin sé að liðast í sundur. Hann sér ekki að hann beri neina ábyrgð á því að stjórn undir hans forystu springur. Það er ekki Samfylkingin sem er að liðast í sundur, heldur var ríkisstjórnin orðin gjörsamlega vanhæf til þess að stýra landinu. Hún var vanhæf vegna þess að hún hafði tapað trausti almennings. Hún hafði glatað trausti almennings vegna þess að Sjálfstæðisflokkur hélt hlífðarskildi yfir Davíð í Seðlabankanum og dró lappirnar á eftir sér við að taka til í stjórnsýslunni. Ríkisstjórnin var vanhæf vegna þess almenningur var búinn að missa traust á Geir Haarde og hans forystu.