Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gott hjá þér Ólína!

Gaman að heyra að Ólína Þorvarðardóttir ætli að gefa kost á sér til þingsetu. Ég treysti henni vel til góðra verka, og vona að kjósendur á Vestfjörðum veiti henni brautargengi.  
mbl.is Ólína ætlar í prófkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími á forsetann líka

Það er vond staða fyrir forsetann þegar ummæli hans orka tvímælis og skapa okkur vandræði á alþjóðavettvangi. Alveg óháð því hvað forsetinn ætlaði að segja og hvort hann var misskilinn eða ekki. Við þurfum ekki að bæta deilum um gjörðir forsetans ofaná allt annað sem gengur á í samfélaginu, það þarf að ríkja sátt um embættið og embættisfærslurnar. Ólafur Ragnar ætti að hugsa alvarlega um að biðjast afsökunar á því að hafa valdið þessu fjaðrafoki, og láta síðan af embætti. Það væri við hæfi að Ólafur Ragnar, Davíð og Jón Baldvin fylgdu Geir Haarde og Guðna Ágústssyni af velli og inni búningsklefa. Það er kominn tími á alla þessa kalla.


mbl.is Á svig við sannleikann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ákvörðun

Valgerður er um margt merkileg stjórnmálakona, sem hefur rutt brautina fyrir kynsystur sínar. Hún gerði margt gott sem utanríkisráðherra og breytti fókus í þróunaraðstoð Íslands. Hitt er síðan líka staðreynd að hún hefur sem stjórnmálakona fært fram og stutt stefnu ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem ekki hefur verið til framfara. Hún er einn aðstandenda einkavinavæðingar bankanna, studdi aðild Íslands að hinu alræmda bandalagi árásargjarnra þjóð sem lýstu yfir stuðningi við innrásina í Írak og hún hefur verið í fararbroddi álvæðingarinnar. Hún fékk verðskuldað viðurnefnið "Álgerður" fyrir ákafa sinn að drekkja hálendinu undir uppistöðulón fyrir stóriðjuvirkjanir. Síðasta árið varð hún fyrir hælbitum Bjarna Harðarsonar, sem gaf merkilega innsýn í rotna innviði Framsóknarflokksins. Það er góð ákvörðun hjá Valgerði að draga sig í hlé. Því fordæmi mættu fleiri þeirra sem bera ábyrgð á einkavinavæðingu og efnahagsstefnu síðustu áratuga fylgja. 
mbl.is Valgerður ekki í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar hringdi Davíð bjöllum?

Davíð Odsson segist hafa margoft varað við slæmri stöðu bankanna og yfirvofandi hruni. Geir rekur ekki minni til þess að Davíð hafi varað hann við. Í viðtali Channel 4 í Bretlandi við Davíð frá 3 mars 2008 harmar Davíð lágt lánshæfismat íslensku bankanna sem hann segir óverðskuldað, telur íslenska bankakerfið traust og bætir því við að ríkissjóður Íslands ábyrgist innistæður í icesave reikningunum. Kíkið á viðtalið og spyrjið ykkur spurningarinnar "Hvar hringdi Davíð viðvörunarbjöllum"?

Viðtalið er á slóðinni: http://link.brightcove.com/services/player/bcpid1184614595?bctid=1838513374 


mbl.is Geir: Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannarlega neyðarleg staða

Hroki Davíðs Oddssonar á sér engin takmörk. Hann neitar að horfast í augu við að hann er rúinn trausti. Það eru bara vinir hans í innsta hring Sjálfstæðisflokksins sem treysta honum. Halldór Blöndal, Hannes Hólmsteinn, Björn Bjarnason. Þeir vita líka að falli Davíð þá falla þeir. Þeir eru í klípu. Haldi Davíð því til streytu að víkja ekki verður málið myllusteinn um háls Flokksins í komandi kosningum. Með stuðningi við Davíð skaða þeir Flokkinn. Þetta skilur mogginn, en ekki þeir. Davíð og vinir hans skilja ekki um hvað málið snýst. Þeir vilja að þetta snúist um persónu Hans, túlka kröfur um afsögn sem aðför að Honum. Málið snýst hins vegar um að byggja upp traust á Seðlabankanum. Stofnunin er rúin trausti. Einn liður í að byggja upp traust á stofnuninni er að skipta um seðlabankastjóra. Davíð segist ekki vilja hætta við hálfklárað verk. Hvað á hann eftir að gera? Ljúka verkinu að rústa orðstír Íslands, með því að hegða sér eins og ósnertanlegur embættismaður í bananalýðveldi? Við látum hann ekki komast upp með það.
mbl.is Christensen: Neyðarlegt að Davíð segi ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dabbi kóngur í vondum málum

Þegar Davíð var í MR lék hann hlutverk Bubba Kóngs í uppfærslu leiklistarklúbbs skólans. Ég sá sýninguna í Hákólabíói og hafði gaman af. Davíð lék vel. En sýningin varð honum örlagavaldur. Hann festist í hlutverkinu, vandist á að allir skyldu standa og sitja eins og honum þóknaðist, fylltist ofmetnaði. Nú neitar hann að víkja úr stöðu seðlabankastjóra, telur sjálfur að hann hafi ekki gert neitt rangt, og því eigi hann að njóta fulls trausts. Í raunveruleikanum er þessu ekki svona farið. Hann nýtur ekki trausts vegna þess að hann er einn arkitekta þess skipulags og þeirrar hugmyndafræði sem leiddu okkur fram á barm hyldýpisins. Nú hegðar hann sér eins og Mugabe í Simbabve. Ég ber ekki ábyrgð á neinu sem úrskeiðis hefur farið, segir hann, þið eigið að treysta mér. Dabbi kóngur er í vondum málum, og með þrákelni sinni kemur hann Sjálfstæðisflokknum í vond mál. Davíð verður sjálfsagt rekinn úr embætti, og Flokkurinn neyðist til að verja gamla foringjann. Það mun sennilega verða sjálfstæðismönnum dýrkeypt þegar talið verður upp úr kjörkössunum. Það er ekki hægt að verja Davíð nema verja glapræði nýfrjálshyggjunnar.
mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumir og veruleikafirrtir

Sjálfstæðismenn eru í rusli. Þeim finnst hafa verið brotið gegn sjálfsögðum rétti þeirra til að stýra Íslandi. Þeir kvarta undan einelti af halfu pólitískra andstæðinga, sjá samsæri forseta og VG að baki búsáhaldabyltingarinnar og skilja ekki að þeir hafi gert neitt til að verðskulda það að fólk hafi misst traust á þeim ("ef ég hef gert eitthvað rangt þykir mér það leitt"). Þeir skilja ekki að þeir bera pólitíska ábyrgð á hruninu. Þeir stýrðu einkavinavæðingu bankanna og greiddu götu auðmannanna sem settu Ísland á hausinn. Ég hélt að þeir myndu átta sig á þessu og færu í einhvers konar upgjör við fyrri stefnu. En þeir virðast ekki ætla að gera það. Þeir eru að telja sjálfum sér í trú um að þeir séu fórnarlömb samsæris. Aumir og veruleikafirrtir, en kunna ekki að skammast sín.
mbl.is Sturla og Herdís hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipulögð glæpastarfsemi

Það er óviðunandi að bankarnir hafi stundað skipulögð lögbrot. Með því að hjálpa fólki til að koma fé undan skatti, vitandi að með því væru brotin lög, fara bankarnir inná braut skipulagðrar glæpastarfsemi. Yfirvöld þurfa að láta lögregluna rannsaka þetta og síðan á að draga til ábyrgðar þá yfirmenn í bönkunum sem gáfu grænt ljós á þetta. Þegar allt kemur til alls fellur ábyrgðin á bankastjórana og bankaráðin. Hvernig verður brugðist við því?
mbl.is Grunur um brot bankastarfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollráð

Þrátt fyrir hryðjuverk íslensku útrásarvíkingana í Bretlandi og tilrauna þeirra til að eyðileggja ímynd Íslands þá eru skynsemdarmenn þarlendir tilbúnir að styðja okkur með góðum ráðum. Leiðari Financial Times bendir réttilega á að íslenskur efnahagur er alltof lítill til að standast ólgusjói alþjóðlegs fjármálakerfis, og það verður að leita vars. Best skjól er innan Evrópusambandsins. Það er auðvitað sorglegt að á Íslandi skuli einangrunaröflin vera í forystu þjóðmálaumræðunnar og ekki sjá aðrar lausnir en að veiða hval eða fara í ríkjasamband við Noreg. Ísland stendur á tímamótum, og framtíð okkar ræðst á næstu mánuðum. Vilja menn að við höldum áfram á sama róli og hingað til, og með stefnu sem hefur leitt okkur í gjaldþrot? Eða eigum við að snúa við blaðinu og hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið nú þegar er lag og sambandið hefur rétt okkur björgunarlínu? Afstaða Samfylkingarinnar og VG er ljós, þar standa menn á öndverðum meiði. Hver er afstaða sjálfstæðismanna og Framsóknar? Menn skyldu hafa það alveg á hreinu að heimskulegar ákvarðanir eins og að heimila stórauknar hvaleiðar eru ekkert annað en skemmdarverk á viðleitni til umræðna við Evrópusambandið. Ef menn vilja láta á það reyna hvort Evrópusambandisaðild gæti verið góður framtíðarkostur ættu þingmenn þessarra flokka að styðja að ákvörðun um hvalveiðar gangi til baka. Vopnaskak Sivar Friðleifsdóttur sýnir að hún er óábyrgur stjórnmálamaður og lýðskrumari sem sér ekki stóru myndina fyrir ákafanum að fiska fylgi með áherslum í dægurmálum.
mbl.is Besta lausnin er aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarskútan sekkur með sjóræningjafánan við hún!

Það er sagt að Titanic hafi sokkið við undirleik skipshljómsveitarinnar, eftir að hafa steytt á ísjaka sem reif sundur byrðing skipsins. Íslensku þjóðarskútunni var siglt uppá skér við undirleik Elton John og hinnar sænsku Carólu, sem skemmtu útrásarvíkingunum og gestum þeirra þegar þeir hylltu sjálfa sig. Nú rennur þjóðarskútan útaf skérinu hægt og rólega. Ísland er að sökkva í skuldahaf. Hrunið hér er ívið stærra en bankahrunið í Svíþjóð á tíunda áratug síðustu aldar. Þar sem svíar eru 9 milljónir á móti okkar 300 þúsund sálum má segja að vandi okkar sé þrítugfaldur vandi svía. Það er eins og fólk sé ekki að skilja þetta. Kreppan er ekki komin og farin, hún er vart byrjuð.

Við þurfum á aðstoð og velvild granna okkar og vina í Evrópu að halda. Einu raunhæfu björgunaraðgerðirnar eru þær að koma líflínu til Evrópu, sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Talsmenn Evrópusambandsins hafa sagt að umsókn Íslands fengi flýtimeðferð, og við gætum hugsanlega fengið aðild árið 2011. Evrópa er til í að rétta okkur hjálparhönd. Hvað gera íslendingar? Jú, þeir gefa umheiminum langt nef og ákveða að hefja hvalveiðar. Þorri Evrópubúa er algerlega andsnúin hvalveiðum. Við förum inní kreppuna með sjóræningjafána við hún, gefum umheiminum langt nef, étið þið skít, við þurfum ekkert á ykkur að halda. Við ætlum að veiða hval. Undirleikurinn er síbylja auglýsinga um stuðning hagsmunaaðila við hvalveiðar. Hverju geta þær bjargað? Þjóðarstoltinu? Við öflum ekki gjaldeyristekna sem neinu nemur með því að veiða hval. Eigum við að skjóta á 1 milljarð, ef japanir kaupa allt kjötið? Hallinn á fjárlögum þessa árs er áætlaður 180 milljarðar, og verður sjálfsagt meiri næsta ár. Skuldir þjóðarbúsins eru yfir 2000 milljarðar. Það gerir um 7 milljónir á hvert einasta mannsbarn í landinu. Bara vextirnir af herlegheitunum eru tugir milljarða á ári. Hvernig ætlum við að taka á þessu ástandi? Veiða hval? Sökkva þjóðarskútunni, með sjóræningjafána við hún?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband