Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.2.2009 | 13:13
Gott hjá þér Ólína!
![]() |
Ólína ætlar í prófkjör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2009 | 12:46
Kominn tími á forsetann líka
Það er vond staða fyrir forsetann þegar ummæli hans orka tvímælis og skapa okkur vandræði á alþjóðavettvangi. Alveg óháð því hvað forsetinn ætlaði að segja og hvort hann var misskilinn eða ekki. Við þurfum ekki að bæta deilum um gjörðir forsetans ofaná allt annað sem gengur á í samfélaginu, það þarf að ríkja sátt um embættið og embættisfærslurnar. Ólafur Ragnar ætti að hugsa alvarlega um að biðjast afsökunar á því að hafa valdið þessu fjaðrafoki, og láta síðan af embætti. Það væri við hæfi að Ólafur Ragnar, Davíð og Jón Baldvin fylgdu Geir Haarde og Guðna Ágústssyni af velli og inni búningsklefa. Það er kominn tími á alla þessa kalla.
![]() |
Á svig við sannleikann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2009 | 15:07
Góð ákvörðun
![]() |
Valgerður ekki í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2009 | 11:36
Hvar hringdi Davíð bjöllum?
Davíð Odsson segist hafa margoft varað við slæmri stöðu bankanna og yfirvofandi hruni. Geir rekur ekki minni til þess að Davíð hafi varað hann við. Í viðtali Channel 4 í Bretlandi við Davíð frá 3 mars 2008 harmar Davíð lágt lánshæfismat íslensku bankanna sem hann segir óverðskuldað, telur íslenska bankakerfið traust og bætir því við að ríkissjóður Íslands ábyrgist innistæður í icesave reikningunum. Kíkið á viðtalið og spyrjið ykkur spurningarinnar "Hvar hringdi Davíð viðvörunarbjöllum"?
Viðtalið er á slóðinni: http://link.brightcove.com/services/player/bcpid1184614595?bctid=1838513374
![]() |
Geir: Biðst ekki afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2009 | 12:31
Sannarlega neyðarleg staða
![]() |
Christensen: Neyðarlegt að Davíð segi ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2009 | 18:00
Dabbi kóngur í vondum málum
![]() |
Davíð segir ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2009 | 22:26
Aumir og veruleikafirrtir
![]() |
Sturla og Herdís hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.2.2009 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2009 | 10:13
Skipulögð glæpastarfsemi
![]() |
Grunur um brot bankastarfsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 09:47
Hollráð
![]() |
Besta lausnin er aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 21:54
Þjóðarskútan sekkur með sjóræningjafánan við hún!
Það er sagt að Titanic hafi sokkið við undirleik skipshljómsveitarinnar, eftir að hafa steytt á ísjaka sem reif sundur byrðing skipsins. Íslensku þjóðarskútunni var siglt uppá skér við undirleik Elton John og hinnar sænsku Carólu, sem skemmtu útrásarvíkingunum og gestum þeirra þegar þeir hylltu sjálfa sig. Nú rennur þjóðarskútan útaf skérinu hægt og rólega. Ísland er að sökkva í skuldahaf. Hrunið hér er ívið stærra en bankahrunið í Svíþjóð á tíunda áratug síðustu aldar. Þar sem svíar eru 9 milljónir á móti okkar 300 þúsund sálum má segja að vandi okkar sé þrítugfaldur vandi svía. Það er eins og fólk sé ekki að skilja þetta. Kreppan er ekki komin og farin, hún er vart byrjuð.
Við þurfum á aðstoð og velvild granna okkar og vina í Evrópu að halda. Einu raunhæfu björgunaraðgerðirnar eru þær að koma líflínu til Evrópu, sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Talsmenn Evrópusambandsins hafa sagt að umsókn Íslands fengi flýtimeðferð, og við gætum hugsanlega fengið aðild árið 2011. Evrópa er til í að rétta okkur hjálparhönd. Hvað gera íslendingar? Jú, þeir gefa umheiminum langt nef og ákveða að hefja hvalveiðar. Þorri Evrópubúa er algerlega andsnúin hvalveiðum. Við förum inní kreppuna með sjóræningjafána við hún, gefum umheiminum langt nef, étið þið skít, við þurfum ekkert á ykkur að halda. Við ætlum að veiða hval. Undirleikurinn er síbylja auglýsinga um stuðning hagsmunaaðila við hvalveiðar. Hverju geta þær bjargað? Þjóðarstoltinu? Við öflum ekki gjaldeyristekna sem neinu nemur með því að veiða hval. Eigum við að skjóta á 1 milljarð, ef japanir kaupa allt kjötið? Hallinn á fjárlögum þessa árs er áætlaður 180 milljarðar, og verður sjálfsagt meiri næsta ár. Skuldir þjóðarbúsins eru yfir 2000 milljarðar. Það gerir um 7 milljónir á hvert einasta mannsbarn í landinu. Bara vextirnir af herlegheitunum eru tugir milljarða á ári. Hvernig ætlum við að taka á þessu ástandi? Veiða hval? Sökkva þjóðarskútunni, með sjóræningjafána við hún?