Hinn afstæði sannleikur

Einn vina minna, sem er heimspekingur að mennt og mikill kostamaður, sagði um daginn að vandamálið við Ísland nútímans væri að sannleikurinn hefði verið gerður afstæður og að rétt og rangt væri hætt að skipta máli. Þannig getur Davíð Oddsson sagt eitt í fjölmiðlum á Íslandi, en eitthvað allt annað í Bretlandi. Guðlaugur Þór getur reynt að einkavæða Orkuveituna og færa stórfelldar eigur úr almannaeigu til einkavina í gær en leikið bjargvætt þjóðarinnar í icesave málinu í dag. Geir Haarde, sem var í ráðherranefndinni sem handstýrði Landsbankanum í eigu Björgúlfsfeðga í gær, fullyrðir í norsku sjónvarpi í dag að samviska hans sé hrein, hann hafi ekkert gert sem stjórnmálamaður sem hann þurfi að biðjast afsökunar á. Veruleikinn er bara eins og þú villt hafa hann, og ef einhver gerir athugasemdir við það, já, þá fara spunameistararnir af stað og snúa málunum upp og niður og herma svo allt upp á þann sem spurði hvað væri rétt eða rangt. Í anda þessa geta frjálshyggjupostular sjálfstæðismanna og framsóknar, sem greiddu götuna fyrir græðgisöflin og gerðu hrunið mögulegt með afglöpum sínum og spillingu, nú leikið óspjallaðar meyjar sem bera enga ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þjóðarskútunni. Og stór hluti þjóðarinnar gleypir við spunanum: Icesave er sök Evrópusambandsins og núverandi ríkisstjórnar, kjósum Sjálfstæðisflokk í næstu kosningum. Þetta er vont mál. Og fer versnandi.
mbl.is Krefur viðskiptaráðherra um svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Bjartmar (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband