Sannarlega neyðarleg staða

Hroki Davíðs Oddssonar á sér engin takmörk. Hann neitar að horfast í augu við að hann er rúinn trausti. Það eru bara vinir hans í innsta hring Sjálfstæðisflokksins sem treysta honum. Halldór Blöndal, Hannes Hólmsteinn, Björn Bjarnason. Þeir vita líka að falli Davíð þá falla þeir. Þeir eru í klípu. Haldi Davíð því til streytu að víkja ekki verður málið myllusteinn um háls Flokksins í komandi kosningum. Með stuðningi við Davíð skaða þeir Flokkinn. Þetta skilur mogginn, en ekki þeir. Davíð og vinir hans skilja ekki um hvað málið snýst. Þeir vilja að þetta snúist um persónu Hans, túlka kröfur um afsögn sem aðför að Honum. Málið snýst hins vegar um að byggja upp traust á Seðlabankanum. Stofnunin er rúin trausti. Einn liður í að byggja upp traust á stofnuninni er að skipta um seðlabankastjóra. Davíð segist ekki vilja hætta við hálfklárað verk. Hvað á hann eftir að gera? Ljúka verkinu að rústa orðstír Íslands, með því að hegða sér eins og ósnertanlegur embættismaður í bananalýðveldi? Við látum hann ekki komast upp með það.
mbl.is Christensen: Neyðarlegt að Davíð segi ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband