Skelfing er þetta aumt

Það er athyglisvert að sjá hvernig forystumenn Sjálfstæðisflokks leggja línuna núna og herða sitt lið fyrir kosningaslaginn. Glundroðakenningin ("SF er ekki einn flokkur, hver höndin upp á móti annarri"), og svo þetta auma útspil: að SF láti stjórnast af hatri á einum manni, væntanlega guðföðurnum í Seðlabankanum. Skelfing er þetta aumt. Ríkisstjórnarsamstarfið sprakk á aðgerðaleysi forsætisráðherra sem skildi ekki hvað hann hefði gert rangt og veitti enga forystu um hvert skyldi stefna. Það dugar ekki að biðja Guð að blessa þjóðina og leggja svo hendur í skaut og horfa á samfélagið hrynja saman. Geir brást ekki við kröfum þjóðarinnar um uppgjör og breytingar. Að losna við náttröllið sem þylur véfréttir ofanúr Seðlabanka er eitt af því sem þarf að gera, Það er enginn sem hatar Davíð. Flestir kenna í brjósti um hann. Hann skilur greinilega ekki sinn vitjunartíma og það er kominn tími til að hann dragi sig í hlé. Hann hefur gert nóg.
mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú bullar.

api (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 14:56

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þetta er allt saman spurning um gleraugu, Ólafur!

Flosi Kristjánsson, 30.1.2009 kl. 15:05

3 identicon

Taktu nú niður augnhlífar og spáðu í málið.

Allt sem kemur þarna fram er rétt og við vitum það ef við fylgjumst með fréttum.

Nú verða menn að vera tilbúnir til að skoða mál og vera óvilhallir í þeirri skoðun.

Svo berast nú þær fréttir að ekkert gangi hjá VG og Samfó í viðræðum, hversvegna skildi það vera ?

Hinn apinn (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:07

4 identicon

Þú bullar ekki. Þetta er rétt hjá þér.

Íris (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:08

5 identicon

Má maðurinn ekki koma með sína hlið af málinu? Mig langar líka til að sjá hvernig nýja ríkistjórnin ætlar að losa sig við Davíð án þess að kosta þjóðina milljónir.

Fannar (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:11

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Mér finnst eins og bæði forusta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins hafi upplifað allt aðra atburðarrás en ég. Eins og ég sá þetta var stjórn Samfylkingarinnar settir afarkostir um slit stjórnarsamstarfsins af félagsmönnum sem hún varð að fara eftir. Samfylkingarfélögin voru komin í þann ham að manni sýndist helst að þau myndu vísa þingmönnum þeim sem studdu ríkisstjórnina úr flokknum ef áfram gengi. Það má vel vera að Sjálfstæðisflokkurinn hafi upplifað þetta sem glundroða enda vanur því að fá að haga sér eins og þeir vilja án þess að heyrist stuna frá flokksfélögunum en ég myndi frekar kalla þetta innköllun umboðs. Það breytir því ekki að afarkostir leiðtoga Samfylkingarinnar voru bara fyrirsláttur enda búið að ákveða að slíta samstarfinu af félögum í flokknum. Svo sé ég allavega þessa atburðarrás.

Héðinn Björnsson, 30.1.2009 kl. 15:15

7 identicon

Samfylkingin lét undan þrýstingi vegna mótmæla á götum segir Geir. 

Var stefna sjálfstæðismanna að láta ólguna og mótmælin sem fólkið hafði í frammi á götum úti sem vind um eyru þjóta? 

Það varð eitthvað undan að láta áður en hér hefði hafist skálmöld.  Valdhrokinn er þvílíkur hjá sjálfstæðismönnum að þeir ætluðu sér ekki að hlusta á þá sem þeir sækja umboð sitt til, heldur að mæta þeim með vaxandi hörku.   

Jon R Jonsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:16

8 Smámynd: Hammurabi

Eitt afsakar ekki annað. Það a að vera liður í að skapa nýtt ísland að hætta að svara gagnrýni með gagnrýni. Ég fæ ekki betur séð að engum hafi tekist að svara þeirri gagnrýni sem standi á samfylkinguna. Það að sjálfsögðu afsakar ekki eitt eða neitt í ranni sjálfstæðisflokksins, en hitt er þó að samfylkingin er skíta pakk.

Hammurabi, 30.1.2009 kl. 15:25

9 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Shit - mikið var að þjóðin er loksins í almennri vitundarvakningu gagnvart heilaþvottaraðferðum Styrmis Gunnarssonar og áróðursskríbenta Sjálfslæðisfokksins. Hafðu það sem best Ólafur. Fyndið að þeir einu á moggablogginu í dag sem skrifa í þágu þjóðníðinganna Geirs og co. eru "Nafnlaus", "Api" og "Hinn Apinn".

Eru ekki akkúrat þrír Bleðlabankastjórar við störf? Gaman að vita hvað þeir eru að dunda við síðustu dagana. Er ekki einhver til í að rekja IP tölurnar þeirra?

Mitt blogg um síðustu orð horsætisráherrans. 

Rúnar Þór Þórarinsson, 30.1.2009 kl. 16:39

10 Smámynd: Hammurabi

"áróðursskríbenta Sjálfslæðisfokksins", þær eru fljótar að skýrast línurnar í sandinum. Það er eftilvill eðlilegt í ljósi þess að það er vilji hinna háu herra sem eiga fjölmiðlana að saklausir skattgreiðendur deili um keisarans skegg meðan þjófabalkurinn hleypur frjáls.

Hammurabi, 31.1.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband