Ísland og Simbabve

Í Simbabve situr Róbert nokkur Mugabe og þverskallast við kröfum um að hann fari frá völdum. Áratuga óstjórn og spilling undir hans forystu hefur siglt landið í kaf. Efnahagur landsins er í rústum, óðaverðbólga og gríðarlegt atvinnuleysi. Á Íslandi sitja Geir og Davíð, og hafa stjórnað efnahagsmálum landsins síðustu 18 ár. Í skjóli þeirra hefur kunningjaspilling og fjárglæfrafrastarfsemi blómstrað. Afleiðing einkavinavæðingar bankanna fyrir 6 árum er að koma í ljós. Efnahagur Íslands er að fara í rúst með gríðarlegum skuldum, gjaldþrotum heimila og fyrirtækja. Hér ríkir óðaverðbólga og atvinnuleysi vex hratt. Geir og Davíð þverskallast við kröfum um að fara frá. Það er ekki eðlismunur á Mugabe og Oddssyni, bara stigsmunur. Velkominn til Íslands. Má ekki bjóða þér banana?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband