Mótmælendur skiptu þúsundum

Af fréttum fjölmiðla má skilja að það hafi verið nokkur hundruð manns sem mótmæltu við Alþingishúsið, og þannig vilja ráðamenn sjálfsagt skilja mótmælin. Þá hafa fjölmiðlar beint athyglinni að átökum milli lögreglu og mótmælenda, og ásökunum sem ganga á víxl um ólæti og ofbeldi. Sannleikurinn er sá að mótmælendur skiptu þúsundum, og mótmælin fóru að lang mestu leiti friðsamlega fram. Margir gerðu eins og ég, komu við og stoppuðu í dálítinn tíma, sýndu samstöðu og að þeir vilja að ráðamenn axli ábyrgð og segi af sér. Fæstir urðu varir við átök eða piparúða. Lögreglan er ekki í öfundsverðri stöðu, að standa á milli fólksins í landinu og valdhafanna, en mótmælin beinast ekki gegn henni. Mótmælin sýna að það er fjöldahreyfing sem krefst afsagnar ráðherra, bankastjórnar Seðlabankans og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Mótmælendur skiptu þúsundum, og þeim mun fjölga. 
mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Höldum áfram - hömrum járnið.

Ég hvet til frekari aðgerða. ÞETTA MÁ EKKI LOGNAST ÚT AF. 

Hvað segiði um fjöldagöngu eftir Miklubrautinni strax næsta mánudag?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 21.1.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband