29.4.2009 | 09:25
Smábændur flugust á
Var það ekki Halldór Laxness sem sagði að draga mætti saman íslandssöguna með því að segja að "smábændur flugust á"? Það er svo undarlegt, að heiftúðin í pólitískri umræðu virðist oft vera í öfugu hlutfalli við stærð þjóðfélagsins. Menn bítast meira á í litlum samfélögum en stórum, og bilið öfgana á milli er stærra. Á Íslandi virðist oft skorta sátt um grundvallaratriði þjóðfélagsins og verklags við ákvarðanatöku. Þetta hefur leitt til vandræða hvað eftir annað. Við minnumst þess hvernig Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson gerðu íslendinga að þátttakendum í innrás Bandaríkjahers í Írak, og skeyttu þess ekki að ræða málið á vettvangi ríkisstjórnar eða alþingis. Eða hvernig ríkisstjórn Davíðs Oddssonar lagði niður Þjóðhagsstofnun þegar greining stofnunarinnar á efnahagslegum afleiðingum Kárahnjúkavirkjunar voru honum ekki að skapi. Þar með sinnti enginn opinber aðili því hlutverki að hafa heildaryfirsýn yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi. Við vorum undirseld greiningardeildum bankanna sem þjónuðu eigendum sínum en ekki þjóðinni.
Í grundvallaratriðum snúast þessi dæmi um skort á sátt um verklag við framkvæmd lýðræðisins. Afleiðingarnar eru ósátt, klofningur og rifrildi. Það er kominn tími til að reyna að ná grundvallarsátt um í hvaða farvegi lýðræðisleg umræða á að vera, og hvernig á að ná sátt um ákvarðanatöku og framkvæmd ákvarðanna. Þetta ætti að vera eitt hlutverk stjórnlagaþings. Þetta er allt of mikilvægt mál til að láta stjórnmálamennina ráða ferðinni.
![]() |
Deilt um þjóðaratkvæðagreiðslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2009 | 09:17
Stjórnarmyndun án VG?
![]() |
Enn ósætti um ESB-málið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2009 | 13:44
Við björgum okkur sjálf, auðvitað
Það er alveg rétt hjá Dagfinni að ESB mun ekki bjarga Íslandi. Það verðum við að gera sjálf. Spurningin snýst ekki um það hvort ESB komi okkur til bjargar eða ekki, heldur hvort við veljum sjálf aðild að bandalaginu?
Ísland er í skelfilegri stöðu. Landið er nánast gjaldþrota, skuldugt upp fyrir haus og með gjaldmiðil sem er verðlaus utan Íslands. Við verðum að finna leið út úr þessum þrengingum. Það er ekki til nein einföld eða sársaukalaus leið. Við eigum eftir að sjá vaxandi atvinnuleysi, samdrátt rauntekna og kaupmáttar og skerta opinbera þjónustu á sviðum menntamála, heilbrigðismála og samgöngumála. Botninum er hvergi nærri náð í þessarri kreppu, og það á eftir að svíða hressilega áður en svo verður. Við verðum hins vegar að velja leið út úr þessarri kröppu lægð.
Við verðum að láta á það reyna hvort aðild að ESB geti veitt skjól í þessu ölduróti alþjóðlegra fjármálamarkaða og verið sásaukaminni leið út úr þrengingunum en að reyna að verjast áföllunum með alvarlega laskaða þjóðarskútu og verðlausan gjaldmiðil að verkfæri. Þjóðarskútan er uppá skéri, það þarf að draga hana á flot og gera haffæra á nýjan leik. Um það snýst málið. Þess vegna verðum við að ná sátt um samningsmarkmið okkar gagnvart ESB og fara út í aðildarviðræður. Ef niðurstöður þeirra eru óaðgengilegar mun aðild verða hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þjóðin telur okkur betur borgið innan ESB, já þá göngum við í sambandið. Einfalt mál.
![]() |
Evrópusambandið bjargar ekki Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2009 | 08:27
VG ekki í stöðu til að stoppa ESB viðræður
![]() |
Óbrúuð gjá í ESB-máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 13:26
Ný Álgerður?
![]() |
Álið leysir vandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 09:17
Lífríki Jarðar undir gríðarlegu álagi
![]() |
Lifnaðarhættir áttunda áratugarins til bjargar jörðinni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2009 | 10:24
Stríðsglæpir
![]() |
Cheney: Mistök að birta yfirheyrsluskýrslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 11:33
Sjálfstæðisflokkur óhæfur til forystu í ESB-málum
Sjálfstæðisflokkurinn er óhæfur til forystu í ESB-málum. Þar er hver höndin upp á móti annarri, hagsmunaaðilar takast á og draugar nýfrjálshyggju og helmingaskipta ganga ljósum logum. Uppvakningur Davíðs Oddssonar hræðir líftóruna úr flokksforystunni. Þegar Björn Bjarnason fullyrðir að það ráðist á vettvangi Sjálfstæðisflokksins hvort Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki, ofmetur hann gróflega stöðu og þyngd Flokksins. Flokkurinn forðast að taka afstöðu til málsins - því hann klofnar ef hann gerir það. Þetta gerir Sjálfstæðisflokkinn óhæfan um að veita forystu í málinu. Sjálfstæðisflokkurinn siglir harðbyri í átt þess að verða hreinræktaður hægri flokkur. Nýfrjálshyggjan, einkavinavæðingarævintýrið og efnahagshrunið hafa afhjúpað Sjálfstæðisflokkinn. Það er flokkur sérhagsmuna og græðgi, sem lætur almannahagsmuni sig engu varða. Í ESB málinu er forysta Sjálfstæðisflokksins málpípa kvótakónga sem óttast ekkert meira en að missa tök sín á auðlindum þjóðarinnar. Þetta gerir Sjálfstæðisflokkinn óhæfan til forystu í ESB-málum.
![]() |
Engin ESB-aðild án atbeina Sjálfstæðisflokks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2009 | 19:58
Lágkúrulegur og innantómur hræðsluáróður
Ein helsta kosningaauglýsing Sjálfstæðisflokksins, sem nú glymur við ef oppnað er fyrir útvarp eða kveikt er á sjónvarpi, gengur út á að núverandi stjórnvöld ógni áformum um ný álver. Síðan er það lofað hvað álver séu frábær, þúsundum nýrra starfa er lofað, og því svo lætt að fólki að til að standa vörð um álversáformin verði menn að kjósa D listann.
Þetta hljómar eins og ekkert hafi gerst á árumum 2003-2008. Stóriðjustefnan hefur bara leitt yfir okkur vandræði. Jú, jú, það vinna nokkur hundruð manns í álverinu í Reyðafirði, en hverju var til kostað? Stórfelld þennsla vegna ofhitunar í efnahagskerfinu, svimandi háir vextir um árabil til að hemja verðbólgu, og orkufyrirtæki (Landsvirkjun) sem er svo skuldum hlaðið að það er nánast gjaldþrota. Landsvirkjun hefur ekki bolmagn til að fara út í fleiri Kárahnjúkaævintýri. Fyrirtækið fær hvergi lánsfé. Það er ekki til orka til að knýja ný álver í Helguvík eða á Bakka. Málið er í raun dautt, stóriðjustefnan er dauð.
Það kemur manni á óvart hversu lágkúrulegur og innantómur þessi hræðsluáróður Sjálfstæðisflokksins er. Maður skyldi ætla að eftir allt sem á hefur gengið myndi flokkurinn gera upp við stóriðjugeðveikina. Biðjast afsökunar á dæmalausum ummælum Sigurðar Kára um að landið sem fór undir Hálslón hafi ekki verið neins virði, ljótt landslag. Það er sjálfsagt til of mikils mælst að flokkur sem tekið hefur við risaframlögum frá fyrirtækjum með hagsmuni innan orkugeirans megni að skifta um stefnu í þessu máli. Það væri gaman að vita hvort Landsvirkjun, Alcoa/Alcan/Rio Tinto hafi gefið fé til Sjálfstæðisflokksins. Hafa stórfyrirtæki keypt stefnu Sjálfstæðisflokksins í stóriðjumálum?
16.4.2009 | 08:22
Sókn afturábak?
![]() |
Guðlaugur telur málið ekki skaða flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)