Lágkúrulegur og innantómur hræðsluáróður

Ein helsta kosningaauglýsing Sjálfstæðisflokksins, sem nú glymur við ef oppnað er fyrir útvarp eða kveikt er á sjónvarpi, gengur út á að núverandi stjórnvöld ógni áformum um ný álver. Síðan er það lofað hvað álver séu frábær, þúsundum nýrra starfa er lofað, og því svo lætt að fólki að til að standa vörð um álversáformin verði menn að kjósa D listann.

Þetta hljómar eins og ekkert hafi gerst á árumum 2003-2008. Stóriðjustefnan hefur bara leitt yfir okkur vandræði. Jú, jú, það vinna nokkur hundruð manns í álverinu í Reyðafirði, en hverju var til kostað? Stórfelld þennsla vegna ofhitunar í efnahagskerfinu, svimandi háir vextir um árabil til að hemja verðbólgu, og orkufyrirtæki (Landsvirkjun) sem er svo skuldum hlaðið að það er nánast gjaldþrota. Landsvirkjun hefur ekki bolmagn til að fara út í fleiri Kárahnjúkaævintýri. Fyrirtækið fær hvergi lánsfé. Það er ekki til orka til að knýja ný álver í Helguvík eða á Bakka. Málið er í raun dautt, stóriðjustefnan er dauð.

Það kemur manni á óvart hversu lágkúrulegur og innantómur þessi hræðsluáróður Sjálfstæðisflokksins er. Maður skyldi ætla að eftir allt sem á hefur gengið myndi flokkurinn gera upp við stóriðjugeðveikina. Biðjast afsökunar á dæmalausum ummælum Sigurðar Kára um að landið sem fór undir Hálslón hafi ekki verið neins virði, ljótt landslag. Það er sjálfsagt til of mikils mælst að flokkur sem tekið hefur við risaframlögum frá fyrirtækjum með hagsmuni innan orkugeirans megni að skifta um stefnu í þessu máli. Það væri gaman að vita hvort Landsvirkjun, Alcoa/Alcan/Rio Tinto hafi gefið fé til Sjálfstæðisflokksins. Hafa stórfyrirtæki keypt stefnu Sjálfstæðisflokksins í stóriðjumálum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

álver og hvalveiðar. Það er það sem þessi gáfaða þjóð trúir á. Ekkert annað kemur til greina. Er ekki hægt að tosa landið til Afríku ?

Finnur Bárðarson, 16.4.2009 kl. 20:02

2 identicon

Getur einhver frætt mig um hvað búið sé að flytja mikið út af áli frá áramótum?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:07

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Ólafur.

Áróður Sjálfstæðisflokksins ber keim af örvæntingu. A.m.k. hér í Suðurkjördæmi, kannski víðar fara þau fram undir kjörorðinu: Göngum hreint til verks

Hafið þið heyrt það betra? Skrifaði pistil um þetta í morgun.

Ingimundur Bergmann, 19.4.2009 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband