Vísitölubindingin afleiðing krónunnar

Ástæða vísitölubindingarinnar er hversu veikur gjaldmiðill krónan er. Ef við losnum við krónuna, er vísitölubinding óþörf. Eina leiðin til að komast úr fjötrum þessa veika gjaldmiðils er að ganga í ESB og taka upp evru. Þannig er það bara. Andstæðingar ESB aðildar hafa ekki getað bent á neina aðra leið til að sleppa frá bölvun krónunnar. Einhliða upptaka evru, norskrar krónu eða dollara er ekki raunhæfur kostur. Skattahækkanir eru nauðsynlegar til að auka tekjur ríkissjóðs, því Ísland getur ekki til lengdar haft ríkisbúskap í bullandi mínus. Þegar skattahækkanir verða til þess að hækka vísitölubundin lán er það afleiðing af stöðu okkar í gjaldmiðilsmálum. Auðvitað verður að breyta þessu, og það liggur fyrir alþingi tillaga um að sækja um ESB aðild. Stjórnarandstæðingum væri nær að hætta því að tefja málin í stað þess að vera með lýðskrum um að þeir hefðu aldrei hækkað skatta eins og sitjandi ríkisstjórn. Það eru engir góðir kostir í stöðunni. Næstu mánuðir og ár verða tímabil atvinnuleysis, kjaraskérðinga, niðurskurðar opinberrar þjónustu og hækkandi skatta. Það er reikningurinn fyrir16 ára ríkisstjórnarsetu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
mbl.is Mjög óvinsælar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í góðri áflogahefð íslendingasagna

Það er segin saga, að menn geta ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn eru margir fylgjandi því að sótt verði um ESB aðild, en það á að gerast á þeirra egin forsendum. Tillaga stjórnvalda (eða kanski ætti að segja tillaga Samfylkingar, því VG er í hlutverki heilags anda sem ekki vill óhreinka sig með ESB) er ekki nógu góð fyrir D og B. Nú á að rífast og sjá til þess að þjóðin verði örugglega klofin í tvær eða fleiri andstæðar fylkingar í málinu.

Þetta er svo sem í anda gamallar íslenskrar áflogahefðar. Menn drápu hvorn annan með ryðguðum sverðum, grjótkasti og íkveikjum í gamla daga til að gera upp deilur um yfirráð yfir hvalrekum, fuglabjörgum eða rekavið. Eftir að íslendingar voru afvopnaðir og mannvíg lögðust af höfðu þeir æruna hver af öðrum með níðvísum og baktali. Frá lýðveldisstofnuninni hafa stjórnmál á Íslandi markast af átökum um allt sem hægt er að rífast um, og aldrei hefur verið sátt um nokkurn skapaðan hlut. Nú sekkur Ísland allt dýpra í skuldafen og stjórnmálamennirnir eru ráðalausir um hvað skuli til bragðs taka. Þá má alla vega rífast um orðalag tillögu um að sækja um ESB aðild.

Títanic hvarf í djúpið á meðan hljómsveit skipsins lék sálminn "Nearer, My God, to Thee". Ísland sekkur við bergmál rifrildis og átaka á þingi...


mbl.is Vill sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG til vandræða

Sigmundur Davvíð hefur mikið til síns máls þegar hann furðar sig á afstöðu VG til aðildarviðræðna við ESB. Öfgasjónarmið VG varna flokknum sem slíkum að styðja stjórnartillöguna um aðildarviðræður. Með afstöðu sinni reynir VG að koma í veg fyrir að íslendingar fái tækifæri til að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um skýra valkosti. Flokkurinn treystir ekki kjósendum til að afgreiða málið, flokkurinn telur sig vita að ESB sé af hinu ílla og því þurfi ekkert að ræða um við ESB um skilmála aðildar.

VG er arftaki Framsóknarflokksins sem boðberi bændarómantíkur, kryddaðri með þjóðernisstefnu. VG skilur ekki mikilvægi alþjóðahyggju og alþjóðlegs samstrfs. Flokkurinn er fastur í stjórnarandstöðuhlutverki, meira að segja innan stjórnar. Það er grábölvað.


mbl.is Ráðherrar VG ekki viðstaddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varðar Sjálfstæðisflokk og Framsókn um þjóðarhag?

Það veit ekki á gott þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn plotta. Þetta eru tveir flokkar sérhagsmuna, einkavinavæðingar, brasks og spillingar. Það var svo kölluð ráðherranefnd (Davíð Oddsson, Geir Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir) sem einkavinavæddi bankana og sáði fræum hrunsins sem við glímum við í dag. Tilraunir þessara afla til að færa orkufyrirtæki landsins í hendur "útrásarvíkinga" voru sem betur fer stöðvaðar. Þessir flokkar eru sjálfsagt meðal spilltustu stjórnmálaafla á Vesturlöndum, og þó víðar væri leitað. Það er enginn eðlismunur á hegðun Roberts Mugabes í Simbabwe og Davíðs Oddssonar á Íslandi. Báðir eru valdasjúkir og veruleikafirrtir hrokagikkir sem svífast einskis. Báðir hygla vinaklíkunni. Hvorugur skilur að hann hafi gert eitt eða neitt rangt. Fólk ætti að fara með öllu með gát þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fara í samkrull og reyna að selja okkur það að nú eigi að gera tillögur um ferli ESB umsóknar á grundvelli víðtækrar samstöðu. Flokkarnir eru einfaldlega ótrúverðugir, því þá hefur aldrei varðað um þjóðarhag. Þeir verða ekki trausts verðir fyrr en þeir viðurkenna að hafa stolið þjóðareigum (bönkunum, fiskinum í sjónum) og gefið vildarvinum. Réttast væri að sækja "ráðherranefndina" til saka fyrir stuld á þjóðareigum, spillingu og landráð. Við ættum aldrei að gleyma því hvað 16 ár af spillingarstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur kostað almenning í landinu.
mbl.is Sameiginleg ESB-tillaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afneitun og ráðleysi

Flestir eru orðnir langeygir eftir "ráðstöfunum til bjargar heimilum og fyrirtækjum í landinu". Rætt er um niðurfærslu skulda, fastgengisstefnu, launalækkanir (5%) og skattahækkanir (alla vega á sykri!). Ætli það sé ekki að koma í ljós að það er lítið hægt að gera til bjargar skuldsettum heimilum og fyrirtækjum? Sumir þeirra sem verst sitja í skuldasúpunni voru æstastir í neysluæðinu á undanförnum árum, og fóru of geyst við lántökur. Aðrir eru fórnarlömb bankanna, sem af fullkomnu ábyrgðarleysi hvöttu menn til að steypa sér í skuldir.

Ríkisstjórnir síðustu ára voru í fullkominni afneitun á þeirri hættu sem vaxandi skuldsetning landsmanna bar með sér. Skollaeyrum var skéllt við röddum sem vöruðu við því sem var að gerast. Þegar hagfræðingar Danske Bank vöruðu við fyrirsjáanlegu efnahagshruni á Íslandi var þeim brigslað um óheilindi. Menn ræddu frekar um "íslenska efnahagsundrið", sem helst mátti skilja þannig að það væri eitthvað alveg nýtt í hagfræðivísindunum. Í raun snérist "undrið" um að kaupa dýrt og steypa sér í skuldir. Gróðahyggja og brask voru það sem gilti. Nú er komið að skuldadögum. Stjórnmálaflokkarnir eru ráðlausir, og stjórnvöld eru í afneitun á umfgangi vandamálsins. Kjarni málsins er sá að Ísland er farið á hausinn, skuldinar eru okkur ofviða. Fallið verður stórt og sársaukafullt. Því miður.


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrot nýju bankanna fyrirsjáanlegt?

Ummæli Mats Josefssonar, að endureisn íslenska bankakerfisins kosti 1250 milljarða en ekki 385 milljarða eins og gert er ráð fyrir á fjárlögum, eru grafalvarleg. Ef þetta er rétt,  já þá eru litlar líkur á að það takist að ná stöðugleika í bankakerfinu og ný gjaldþrot bankanna gætu orðið staðreynd í haust. Þá blasir þjóðargjaldþrot við. 


mbl.is Umskiptingar á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í sápukúlu, sofandi að feigðarósi

Ég las fyrir nokkru bók Ólafs Arnarsonar, Sofandi að feigðarósi. Bókin er átakanleg lýsing á aðdraganda bankahrunsins og því hvernig lykilaðilar í stjórnmálum, stjórnsýslu og efnahagsmálum skildu ekki eða vildu ekki skilja í hvað stefndi. Hluta skýringarinnar á hruninu er að leita vildarvinaspillingunni og helmingaskiptum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hluta skýringarinnar er að finna í vanhæfum embættismönnum (svo sem seðlabankastjóranum, Davíð Oddssyni og vinaklíkunni í kringum hann). Hluta skýringarinnará hruninu er líka að finna í lýðræðishalla í samfélaginu, lýðskrumi stjórnmálaflokkanna og vanhæfi þeirra til að skoða málin á óhlutlægan hátt. Oafan í þennan banvæna kokteil koma svo ófyrirleitnir fjármála/fjárglæframenn, sem skirrast einskis til að hjámarka gróða sinn og einkavina sinna.

Umræðan um ESB í dag ber sterkan keim af átökum hagsmunahópa, lýðskrumi stjórnmálaflokka, öfgum og skorti á miðlun upplýsinga og staðreynda. Það skortir alla sátt í samfélaginu um hvert þjóðarskútunni skuli stefnt, það skortir upplýsta umræðu. Það er eins og menn átti sig ekki á því að Ísland er enn á barmi hyldýpisins, og hér gæti komið annað hrun. Stjórnmálaflokkarnir eru ragir við að taka á efnahagsmálum, því í núverandi ástandi er ekki hægt að taka neitt nema óvinsælar ákvarðanir um niðurskurð á fjölmörgum sviðum samfélagsþjónustunnar. Fyrir höndum eru stórfelldar kjaraskerðingar og versnandi lífskjör. Skattar munu verða hækkaðir og laun munu verða lækkuð. Hjá því verður ekki komist. Tekjur samfélagsins duga ekki fyrir útgjöldum. Þá verður að minka útgjöldin og auka tekjurnar.

Krónan er ónýtur gjaldmiðill, sem mun aldrei verða nothæfur í milliríkjaviðskiptum. Íslenska krónan er eins og Mikkamúsdollarinn í Disneylandi. Það er hægt að kaupa þjónustu í Disneylandi fyrir Mikkamúspeninga, en þeir eru verðlausir utan sápkúlunnar sem umlykur gerfiheim Disneys. Íslendingar lifa í dag í svona sápukúlu, í gerfiheimi íslenska efnhagsviðundursins. Nýtt hrun nálgast, með fjöldagjaldþrotum heimila og fyrirtækja, meðan stjórnmálaflokkarnir eru gjörsamlega ófærir um að ná lágmarks samstöðu um hvaða leið skuli farin í efnahags- og fjármálum. Ennþá er flotið sofandi að feigðarósi. 


Davíð Oddsson á glæpalista Time

Time Magazine birti fyrir nokkru lista yfir þá 25 einstaklinga sem mesta ábyrgð bera á fjármálakreppu heimsins. Við Íslendingar erum gjarna stolltir yfir því þegar við komumst á lista yfir framúrskarandi fólk; nú getum við verið stollt yfir því að Davíð Oddsson er á lista yfir 25 helstu fjármálaglæpamenn heimsins. Fréttina má lesa á vefsíðunni: http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,1877351_1877350_1877340,00.html

Þar segir að Davíð Oddsson hafi sem forsætisráðherra og síðar seðlabankastjóri gefið nýfrjálshyggjuöflunum lausan tauminn með hroðalegum afleiðingum.

Hvenær lenda Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur á lista yfir verstu og spilltustu stjórnmálaflokka hins vestræna heims? Spilling, sjálftaka, græðgi, þjófnaður. Þessir flokkar hafa komið Íslandi á kaldan klaka.


mbl.is Hvar eru íslensku gulldrengirnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmál snúast um málamiðlanir

Sigmundur Davíð ergir sig yfir því að drög ríkisstjórnarinnar að þingályktunartillögu um umsókn að ESB uppfylli ekki skilyrði sem Framsókn settí á flokksþingi sínu. Gárungarnir sögðu að þessi skilyrði væru þannig að í raun væri Framsóknarflokkurinn að setja ESB skilyrði fyrir því að ganga í Ísland. En gamanlaust, við hverju býst formaðurinn? Eru stjórnmál yfirleitt þannig að flokkarnir taki upp stefnu hvors annars rétt si svona? Í raunveruleikanum snúast öll stjórnmál um málamiðlanir, þar sem menn reyna að sameinast um stefnumörkun sem færir málin fram á við. Ef drögin að þingsályktun eru borin saman við landsfundarsamþykkt Framsóknar sést að ekki ber mikið á milli, og boðað er víðtækt samráð um aðildarumsóknina. Fýlulegar athugasemdir Sigmundar Davíðs eru bara til þess fallnar að draga málið niður í þras og þrætur. Ég held að Framsóknarflokkurinn væri mikið betur sæmdur af því að vera jákvæður og lýsa yfir vilja til að taka þátt í ferlinu á uppbyggilegum nótum. Sjálfstæðisflokkurinn er í fýlu útí kjósendur, og innan flokksins geisar nú borgarastyrjöld um ESB. Flokkurinn er gjörsamlega ófær um að taka afstöðu í málinu, hvað þá veita forystu. VG er á leiðinni ofaní skotgrafirnar í málinu, og öfgamenn innan flokksins eru með heitstrengingar um harða andstöðu innan þings og utan. Nú verður miðjan að axla ábyrgð og leiða málið til lykta. 
mbl.is Lítið um rök fyrir umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan kostar sitt

Það kemur ónotalega við fólk að AGS skuli ráða vaxtastigi á Íslandi, og nú hrópa menn hátt um að sjóðurinn stjórni Íslandi í raun. Ástæður þessa ástands eru hrun íslenska bankakerfisins og algert verðfall íslenska gjaldmiðilsins. Ef gjaldeyristakmarkanir yrðu afnumdar myndum við lenda í Zimbabwe-ástandi, með verðlausan gjaldmiðil, hömlulausa verðbólgu, fjöldafátækt og landflótta. Efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins í 18 ár kom okkur í þessa stöðu. Þetta er nótan fyrir að gefa græðgisöflunum lausann tauminn. Það verður að ná einhvers konar stöðugleika í efnahagskerfi landsins. Háir vextir verða greiddir háu verði af fyrirtækjum og fjölskyldum í landinu. Kanski er það mat AGS að það yrði greitt enn hærra verði að lækka vexti of hratt? 
mbl.is Seðlabankinn í klemmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband