VG til vandræða

Sigmundur Davvíð hefur mikið til síns máls þegar hann furðar sig á afstöðu VG til aðildarviðræðna við ESB. Öfgasjónarmið VG varna flokknum sem slíkum að styðja stjórnartillöguna um aðildarviðræður. Með afstöðu sinni reynir VG að koma í veg fyrir að íslendingar fái tækifæri til að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um skýra valkosti. Flokkurinn treystir ekki kjósendum til að afgreiða málið, flokkurinn telur sig vita að ESB sé af hinu ílla og því þurfi ekkert að ræða um við ESB um skilmála aðildar.

VG er arftaki Framsóknarflokksins sem boðberi bændarómantíkur, kryddaðri með þjóðernisstefnu. VG skilur ekki mikilvægi alþjóðahyggju og alþjóðlegs samstrfs. Flokkurinn er fastur í stjórnarandstöðuhlutverki, meira að segja innan stjórnar. Það er grábölvað.


mbl.is Ráðherrar VG ekki viðstaddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband