Í góðri áflogahefð íslendingasagna

Það er segin saga, að menn geta ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut. Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn eru margir fylgjandi því að sótt verði um ESB aðild, en það á að gerast á þeirra egin forsendum. Tillaga stjórnvalda (eða kanski ætti að segja tillaga Samfylkingar, því VG er í hlutverki heilags anda sem ekki vill óhreinka sig með ESB) er ekki nógu góð fyrir D og B. Nú á að rífast og sjá til þess að þjóðin verði örugglega klofin í tvær eða fleiri andstæðar fylkingar í málinu.

Þetta er svo sem í anda gamallar íslenskrar áflogahefðar. Menn drápu hvorn annan með ryðguðum sverðum, grjótkasti og íkveikjum í gamla daga til að gera upp deilur um yfirráð yfir hvalrekum, fuglabjörgum eða rekavið. Eftir að íslendingar voru afvopnaðir og mannvíg lögðust af höfðu þeir æruna hver af öðrum með níðvísum og baktali. Frá lýðveldisstofnuninni hafa stjórnmál á Íslandi markast af átökum um allt sem hægt er að rífast um, og aldrei hefur verið sátt um nokkurn skapaðan hlut. Nú sekkur Ísland allt dýpra í skuldafen og stjórnmálamennirnir eru ráðalausir um hvað skuli til bragðs taka. Þá má alla vega rífast um orðalag tillögu um að sækja um ESB aðild.

Títanic hvarf í djúpið á meðan hljómsveit skipsins lék sálminn "Nearer, My God, to Thee". Ísland sekkur við bergmál rifrildis og átaka á þingi...


mbl.is Vill sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Óli

Ég er kominn heim frá Gaza - hér heima virðist allt vera við sama heygarðshornið. Það passar svo sem að Framsókn sé kominn aftur í slagtog við íhaldið. Það virðist vera meiri áhugi á einhverskonar pólitíkum leikararskap en að ræða málin með vitið að leiðarljósi.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.5.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Ég fylgdist með ferð ykkar til Gaza í gegnum fjölmiðla. Þetta var stórgott framtak!

Jú, hér er allt í sama gírnum, velkominn til Íslands, má ekki bjóða þér banana?

Ólafur Ingólfsson, 28.5.2009 kl. 20:44

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Banana og súr epli.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.5.2009 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband