Vísitölubindingin afleiðing krónunnar

Ástæða vísitölubindingarinnar er hversu veikur gjaldmiðill krónan er. Ef við losnum við krónuna, er vísitölubinding óþörf. Eina leiðin til að komast úr fjötrum þessa veika gjaldmiðils er að ganga í ESB og taka upp evru. Þannig er það bara. Andstæðingar ESB aðildar hafa ekki getað bent á neina aðra leið til að sleppa frá bölvun krónunnar. Einhliða upptaka evru, norskrar krónu eða dollara er ekki raunhæfur kostur. Skattahækkanir eru nauðsynlegar til að auka tekjur ríkissjóðs, því Ísland getur ekki til lengdar haft ríkisbúskap í bullandi mínus. Þegar skattahækkanir verða til þess að hækka vísitölubundin lán er það afleiðing af stöðu okkar í gjaldmiðilsmálum. Auðvitað verður að breyta þessu, og það liggur fyrir alþingi tillaga um að sækja um ESB aðild. Stjórnarandstæðingum væri nær að hætta því að tefja málin í stað þess að vera með lýðskrum um að þeir hefðu aldrei hækkað skatta eins og sitjandi ríkisstjórn. Það eru engir góðir kostir í stöðunni. Næstu mánuðir og ár verða tímabil atvinnuleysis, kjaraskérðinga, niðurskurðar opinberrar þjónustu og hækkandi skatta. Það er reikningurinn fyrir16 ára ríkisstjórnarsetu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
mbl.is Mjög óvinsælar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband