Stjórnmál snúast um málamiðlanir

Sigmundur Davíð ergir sig yfir því að drög ríkisstjórnarinnar að þingályktunartillögu um umsókn að ESB uppfylli ekki skilyrði sem Framsókn settí á flokksþingi sínu. Gárungarnir sögðu að þessi skilyrði væru þannig að í raun væri Framsóknarflokkurinn að setja ESB skilyrði fyrir því að ganga í Ísland. En gamanlaust, við hverju býst formaðurinn? Eru stjórnmál yfirleitt þannig að flokkarnir taki upp stefnu hvors annars rétt si svona? Í raunveruleikanum snúast öll stjórnmál um málamiðlanir, þar sem menn reyna að sameinast um stefnumörkun sem færir málin fram á við. Ef drögin að þingsályktun eru borin saman við landsfundarsamþykkt Framsóknar sést að ekki ber mikið á milli, og boðað er víðtækt samráð um aðildarumsóknina. Fýlulegar athugasemdir Sigmundar Davíðs eru bara til þess fallnar að draga málið niður í þras og þrætur. Ég held að Framsóknarflokkurinn væri mikið betur sæmdur af því að vera jákvæður og lýsa yfir vilja til að taka þátt í ferlinu á uppbyggilegum nótum. Sjálfstæðisflokkurinn er í fýlu útí kjósendur, og innan flokksins geisar nú borgarastyrjöld um ESB. Flokkurinn er gjörsamlega ófær um að taka afstöðu í málinu, hvað þá veita forystu. VG er á leiðinni ofaní skotgrafirnar í málinu, og öfgamenn innan flokksins eru með heitstrengingar um harða andstöðu innan þings og utan. Nú verður miðjan að axla ábyrgð og leiða málið til lykta. 
mbl.is Lítið um rök fyrir umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Já Ólafur, Framsóknarflokkurinn er náttúrulega ekkert annað en þykjustu stjórnmálaflokkur, flokkur sem býr sér til stefnu rétt fyrir kosningar, kosningar eftir kosningar og af þeirri ástæðu er líklega ekki hægt að reikna með miklu úr þeirri áttinni. Varðandi Sjálfstæðisflokkinn, þá er ekki hægt að segja að mikið hafi komið út úr þeirri innhverfu íhugun sem þau lögðust í rétt fyrir kosningar, en þau reyndu. VG- ingar eru svo mikið á móti að þeir minna á hund sem hefur náð þeim árangri að bíta í skottið á sér og hangir í því af þrjóskunni einni.

Ingimundur Bergmann, 16.5.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband