Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
9.4.2009 | 11:36
Sjálfstæðisflokkur í vondum málum
Nú standa öll spjót á Sjálfstæðisflokknum. Forysta flokksins í efnahagsmálum um hartnær 18 ára skeið hefur leitt Ísland á barm glötunar og efnahagshruns. Í skjóli flokksins hefur þrifist kunningjaspilling, og einkavinavæðing bankanna gaf græðgisöflunum frítt spil að fara með fjármuni og framtíð þjóðarinnar að egin vild. Nú bætast lögbrot ofaná siðleysi; Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegið stóra styrki frá einkavinum sínum, og tekið á móti þeim þó það hefði átt að vera ljóst að það væri bæði lögbrot og siðlaust.
Einu sinni var til stór stjórnmálaflokkur svo kallaðra Kristilegra Demókrata á Ítalíu. Þeir réðu öllu þar í valdi yfirburðastærðar í meira en 40 ár. Svo lenti flokkurinn í hremmingum vegna einkavinavæðinga, spillingarmála og lögbrota. Leiðtogar flokksins voru sumir ákærðir fyrir glæpi og spillingu. Kjósendum var nóg boðið, og saga þess flokks var öll. Skyldum við vera á sömu leið með Sjálfstæðisflokkinn?
![]() |
Styrkir endurgreiddir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2009 | 09:51
Ný kynslóð?
![]() |
Nýrri kynslóð treyst til verks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2009 | 13:59
Drengskapur eða klofningur?
![]() |
Geir: Ómaklegt hjá Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2009 | 17:41
Ekkert lært og engu gleymt
Það segir heilmikið um Sjálfstæðisflokkinn að landsfundarfulltrúar réðu sé ekki af kæti yfir þessari dæmalausu ræðu Davíðs. Þar vantaði allt uppgjör við fortíð flokksins, alla greiningu á því hvað það var sem leiddir til hruns íslensks efnahagskerfis. Hvernig var staðið að einkavæðingu bankanna? Skifti það einhverju máli að bankarnir voru afhentir einkavinum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, undir vökulu auga og með samþykki ráðherranefndar einkavæðingar. Hvejir sátu þar? Davíð Oddson, Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og Halldór Ásgrímsson. Ekki skrýtið að Davíð skauti framhjá þessu og beini athygli sinni (og dónaskap) að núverandi seðlabankastjóra og ríkisstjórn. Okkur andstæðingum græðgisvæðingar og rányrkju þykir gott að afturganga Davíðs gengur ljósum logum á flokksþingi Sjálfstæðisflokksins og skemmtir landsfundarfulltrúum. Það tryggir að flokkurinn fær minna fylgi í komandi kosningum. Fólk er nefnilega ekki vitlaust. Það man hvað gerðist, og það veit hverjir bera ábyrgð á hruninu. Skyldi sjálfstæðismönnum verða jafn skemmt þegar talið verður uppúr kjörkössunum?
Því má bæta við að Davíð líkti því við krossfestingu Jesú þegar hann var látinn fara frá Seðlabankanum. Morgunblaðið sleppir því í frétt sinni að segja frá eftirfarandi kafla úr ræðu Davíðs:
Þeir þrjótar sem krossfestu Krist létu tvo óbótamenn sitthvoru megin við hann á krossinum. En þegar verklausa minnihlustastjórnin hengdi þrjótinn Davíð, voru það tveir strangheiðarlegir og vandaðir heiðursmenn, sem fengu grátt að gjalda manninum til samlætis."
Hafa menn heyrt talað um Messíasarkomplex? Skyldi forystusveit Sjálfstæðisflokksins hafa verið skemmt undir þessu?
![]() |
Víkingar með Samfylkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2009 | 21:57
Stríðsglæpir Ísraels
Það fjölgar stöðugt þeim sem telja sannað að Ísrael hafi framið hrottalega stríðsglæpi í árásarstríðinu gegn Gaza fyrr í vetur. Amnesty International og mannréttindafullrúi Sameinuðu Þjóðanna krefjast rannsóknar á meintum stríðsglæpum Ísraels, hópur alþjóðlegra þekktra dómara hefur gert sömu kröfur. Það er þekkt að notaðar voru fosfórsprengjur gegn óbreyttum borgurum, og komið í veg fyrir að þeir gætu komist í skjól fyrir sprengjuregni og skothríð ísraelsmanna. Þá liggur líka fyrir staðfestur vitnisburður um að skotið hafi verið á sjúkrabíla og sprengjum varpað á athvörf flóttamanna. Birgðageymslur og griðarsvæði Sameinuðu Þjóðanna urðu fyrir árásum. Nú hafa óbreyttir hermenn í ísraelsher gengið framm fyrir skjöldu og greint frá því hvernig þeim hafi beinlínis verið skipað af yfirmönnum að drepa óbreytta borgara og eyðileggja heimili þeirra og eigur.
Í frétt mbl 19/3 um þetta segir eftirfarandi:
"Ísraelskir hermenn saka hermenn úr sínum röðum um að hafa unnið voðaverk í átökunum á Gaza á fyrstu vikum ársins. Meðal þess sem kemur fram í vitnisburðum hermannanna er að ísraelsk leyniskytta hafi skotið á móður og barn eftir að hafa verið kallaður af vettvangi. Þá skaut annar ísraelskur hermaður palestínska konu með köldu blóði af tilefnislausu. Þessar frásagnir komu fram í vitnisburðum útskriftarnema ísraelska herskólans Oranim College sem tóku þátt í hernaðinum á Gaza. Lýstu þeir atvikum frammi fyrir nýliðum í skólanum, að því er fram kemur á fréttavef breska útvarpsins, BBC. Þykja frásagnirnar vekja spurningar um yfirlýsingar Ísraelshers um að þess hefði verið gætt að vernda óbreytta borgara á Gaza. Með líku lagi séu ásakanir um að Hamas-liðar hafi notað mannleg skotmörk veikari ef rétt reynist að óbreyttir borgarar hafi verið myrtir af ástæðulausu. Í þriðja tilvikinu skipaði ísraelskur herforingi að gömul palestínsk kona skyldi skotin til bana, þrátt fyrir að greinilegt væri að engin hætta stafaði af henni. Þá fylgir sögunni að hermennirnir hafi fengið blöðunga frá rabbíum þar sem átökin hafi verið sett í trúarlegt samhengi, hermennirnir væru að vinna aftur hið heilaga land."
Frásagnirnar minna á vitnisburði um framferði nasistaherjanna gegn gyðingum í Varsjárgettóinu. Vitnisburði sem komu fram við stríðsglæparéttahöldin í Nürnberg eftir seinni heimstyrjöldina. Stjórnvöld í Ísrael neita ásökunum um að herinn hafi gert neitt rangt. Hvers vegna vilja þau ekki opinbera rannsókn, ef þau hafa ekkert að fela? Alþjóðasamfélagið getur ekki lengur látið eins og ekkert sé. Ísrael viðurkennir ekki rétt Alþjóðlega Stríðsglæpadómstólsins til að grípa inní. Í þessu máli ætti Ísland að beita sér, og krefjast þess að ásakanir um stríðsglæpi á Gaza verði rannsakaðir, og sannist stríðsglæpir á að draga þá sem eru ábyrgir fyrir dómstóla. Við getum ekki snúið blinda auganu að framferði Ísraels, veitt þeim þegjandi samþykki að halda áfram hrottafengnu hernámi og valdbeitingu gegn Palestínumönnum. Þetta verður að stöðva!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 23:28
Löngu tímabærar reglur
![]() |
Reglur um hagsmunaskráningu þingmanna samþykktar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2009 | 22:52
Prófkjör D - gamalt vín á gömlum belgjum
Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn nánast lokið uppröðun lista, og það er fátt sem kemur á óvart. Gamalt vín á gömlum belgjum. Sama liðið sem sat í þingsölum og ætlaði að fara að ræða tillögu Sigurðar Kára um að leyfa áfengissölu í kjörbúðum þegar glamrandi búsáhöld vöktu það við vondan draum í janúar. Búsáhaldabyltingin hristi upp í samfélaginu, og maður skyldi halda að flokkurinn hefði brugðist við með endurmati og uppgjöri. Það er fátt um fína drætti þar, og endurnýun vandséð. Bjarni Benediktsson verður sjálfsagt næsti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Var það ekki hann sem vildi leggja íbúðalánasjóð niður, hans væri ekki þörf því bankarnir stæðu sig svo vel í húsnæðislánum? Árni Johnsen. Say no more. Pétur Blöndal, nýfrjálshyggjumaður par excellence. Íllugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Odssonar um árabil. Birgir Ármannsson, annar nýfrjálshyggjumaðurinn úr tink-tank Hannesar Hólmsteins. Kristján Þór Júlíusson, virtist vera í felum inná þingi frá kosningunum 2007, svo lítið urðu menn varir við hann. Nýliðunin kemur með mönnum eins og Tryggva Þór Herbertssyni, sem afrekaði það að skrifa stóra skýrslu rétt fyri hrunið, þar sem gagnrýni Danske Bank og annarra var vísað á bug. Á Íslandi væri engin kreppa yfirvofandi. Þetta var mánuði áður en Geir Haarde fól drottni hagstjónina í frægri sjónvarpsræðu. Tryggvi Þór er holdgerfingur efnahagshrunsins. En við munum að afstaða Flokksins er að stefnan hafi verið góð, það var fólkið sem brást. Nú á sjálfsagt að gera aðra tilraun til að sannfæra okkur um að stefnan hafi verið rétt, og nú megum við ekki bregðast Flokknum. Nei, maður verður beinlínis myrkfælinn af því að fara yfir lista frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins. Þar eru svo margir uppvakningar - frambjóðendur sem ættu að vera pólitískt dauðir, en þráast við að skilja að þeirra tími er liðinn. Nú veltur það á kjósendum að koma þeim skilaboðum á framfæri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.3.2009 kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 16:16
Sjálfstæðismenn í kreppu
![]() |
Brugðust þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2009 | 15:30
Hvernig væri að treysta fólki?
![]() |
Vill sátt flokka um næstu skref í ESB málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2009 | 22:37
Sjálftaka = þjófnaður
Maður verður kjaftstopp þegar svona fréttir berast. Stjórnendur og stærstu hluthafar bankanna hafa iðkað sjálftöku, þ.e. skammtað sjálfum sér ógrynni fjár og falið inná bankareikninga í eyríkjum langt í burtu. Það var sum sé ekki nóg með að þessir menn skömtuðu sér mánaðarlaun sem voru á við nóbelsverðlaun, heldur veittu þeir sér og sínum stór "lán" rétt fyrir bankahrunið. Síðan á almenningur að borga fyrir veisluna. Þetta er með ólíkindum. Fer ekki að vera kominn tími til að pússa handjárnin og sækja eitthvað af þessu liði og spyrja það kurteislega spjörunum úr? Við kjósendur ættum líka að muna að það verður líka að krefjast pólitískrar ábyrgðar. Hún er hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þeri einkavinavæddu bankana og lögðu niður eftirlitsstofnanir eins og Þjóðhagsstofnun - og gerðu arkitekta vitleysunnar að seðlabankastjóra (Davíð Oddsson) og skipuðu í bankaráð Seðlabankanns (Hannes Hólmsteinn).
![]() |
Lánuðu sjálfum sér milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |