Drengskapur eða klofningur?

Davíð Oddsson skemmti landsfundarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins í gær með sleggjudómum, ósvífni, ókurteisi og aulafyndni. Hann fór greinilega yfir strikið að mati fjölda sjálfstæðismanna, því nú sér Geir Haarde ástæðu til að bera blak af Vilhjálmi Egilssyni og endurreisnarnefnd Flokksins. Geir sá ekki ástæðu til að bera blak af öðrum sem voru skotspónar aulafyndni Davíðs, svo sem forsætisráðherra (sem Davíð kallaði álf út úr hól) eða seðlabankastjóra (sem Davíð lítilsvirti með að kalla óþekktan alzenheimersjúkling frá Noregi). Gjörningur Geirs sýnir þó svo ekki verður um villst að það er klofningur innan Sjálfstæðisflokksins - annars vegar er nýfrjálshyggjuarmurinn (með Hannes Hólmstein og Davíð Oddsson í broddi fylkingar) og hins vegar eru íhaldsmenn af skóla Bjarna Benediktssonar sem vilja gamla módelið; að ráða öllu en halda því ósýnilegu eins og unnt er (helmingaskiptareglan). Geir er heiðursmaður sem greinilega vill yfirgefa stjórnmálin með reisn. Hann skilur að það voru gerð alvarleg mistök við einkavinavæðingu bankanna, og að Flokknum er ekki stætt á því að vera í afneitun í því máli. Það skilur Davíð Oddsson ekki, enda er hann ekki tilbúinn að horfast í augu við að arfleifð hans sem stjórnmálamanns og seðlabankastjóra verður að hafa komið Íslandi á kaldan klakann.
mbl.is Geir: Ómaklegt hjá Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Held að það stefni bara í klofning hjá þessari aumu fylkingu Ólafur.

hilmar jónsson, 29.3.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Með góðum kveðjum

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.3.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband