Ný kynslóð?

Það getur vel verið að innanhúsmönnum í Sjálfstæðisflokknum virðist ný kynslóð komin til starfa, en fyrir okkur hin sem ekki erum innvígð í leyndardóma frjálshyggjunnar og kunningjaspillingarinnar virðist þetta vera sama þreytta liðið. Látum okkur sjá, Árni Johnsen, Þorgerður Katrín, Sigurður Kári, Kristján Júlíusson, Einar K. Guðfinnsson osfr osfr. Sama þreytta samansafnið af fyrrverandi ungum lögfræðingum, með sömu gömlu stefnuna og sömu hræðsluna við að taka ákvarðanir vegna mögulegra hagsmunaárekstra innan Flokksins. Þetta er svipuð endurnýjun og nýlega átti sér stað í ANC í Suður Afríku. Þar var moskvukommanum Mbeki skift út fyrir moskvukomman Zuma, að öðru leiti var lítil endurnýjun. Í sjálfstæðisflokknum var íhaldsmanninum Geir skift út fyrir íhaldsmanninn Bjarna, að öðru leiti var lítil endurnýjun. Stefnumálin þau sömu, ekkert lært og engu gleymt. Ég er smeykur um að Flokkurinn verði að sminka stefnuna/stefnuleysið hressilega ef takast á að selja fólki að þetta sé ný kynslóð, með nýja stefnu og nýjar áherslur. Ég kaupi það ekki, svo mikið er víst. 
mbl.is Nýrri kynslóð treyst til verks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

„Þetta er frábær endurnýjun. Ungur, vel gefinn, vel menntaður og duglegur heiðursmaður hefur tekið við forystu í stærsta flokki íslensku þjóðarinnar. Þetta veit á gott fyrir okkur Íslendinga. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn hæfasta stjórnmálaforingjann og hann mun uppskera samkvæmt því þegar fram líða stundir.“

Svona skrifa hreintrúaðir (tók þetta af bloggi Baldurs Hermannssonar) um „endurnýjunina“.

Niðurstaða enduskoðunarnefndar flokksins var sú að fólkið hefði klikkað en ekki stefnan. Þannig viðurkenna þeir að skipti á forystumönnum hefur ekkert gildi. Það er stefnan sem blífur. Þess vegna er tal um „endurnýjun“ eingöngu umfjöllun um ný andlit og yngra fólk. Sem sagt - sami grauturinn en nýtt fólk sem setur hann á borðið. Það er eins og að veitingastaður seldi salmonellukjúkling og skipti um þjónustudömur þegar kúnnarnir fá niðurgang. En allt er óbreytt í eldhúsinu.

Hjálmtýr V Heiðdal, 31.3.2009 kl. 22:15

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sjálfstæðisflokkurinn er náttúrulega fyrst og fremst samtök um hagsmunagæslu fyrir fáa, en með fulltingi margra sem halda að hann sé eitthvað allt annað.

Ingimundur Bergmann, 3.4.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband