Sjálfstæðismenn í kreppu

Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins við hugsanlegum breytingum á stjórnskipun landsins markast umfram allt af hræðslu þeirra við missa hreðjartök sín á kerfinu. Þetta minnir á flokk Mugabes i Simbabve, sem óttast ekkert meira en að tekið verði fyrir möguleika á fyrirgreiðslu- og einkavinaspillingu ef deila þarf völdum eða fara frá kjötkötlunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í góðu samstarfi við Framsóknarflokkinn byggt upp á Íslandi spillt stjórnkerfi. Þeirra menn sitja alls staðar, í stjórnum stofnanna og fyrirtækja ríkisins sem í embættismannakerfinu. Skólakerfið, dómskerfið, löggæslan og ríkisfjölmiðlarnir eru ekki undanskilin. Það hefur í raun ríkt einsflokksræði á Íslandi, þar sem flokkshollusta, vinar- og ættartengsl hafa ráðið óeðlilega miklu um mannaráðningar. Þetta kerfi hefur allt brugðist þegar á reyndi. Einkavinavæðing bankanna snérist uppí martröð þjóðarinnar, en einkavinirnir plundruðu bankana innanfrá í formi gríðarlegra lána móti ónýtum veðum. Sjálfstæðisflokkurinn segir fólkið hafa brugðist, ekki stefnuna. Sagði Hitler ekki eitthvað svipað þegar hann sat í bunkernum í Berlín og hrun þriðja ríkisins var staðreynd?  
mbl.is Brugðust þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er hálf pínleg þessi samlíking þín varðandi Hitler nú þegar fyrrverandi heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins skreytir prófkjörsbaráttu sína með gamla slagorði þýska Nasistaflokksins, "Stétt með stétt".´

Mér skilst Sjálfstæðisflokkurinn og hafa notað þetta slagorð þýskra Nasista á árunum fyrir stríð. Þetta slagorð Nasistanna hefur ekki sést í Evrópu fyrr en nú.

Páll (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband