Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.5.2009 | 10:03
Allt er betra en íhaldið - en rís VG undir ábyrgðinni?
Hér á árum áður var það mantra félagshyggjufólks að í stjórnarsamstarfi væri allt betra en íhaldið, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn. Styrkur flokksins var þó slíkur að stjórnarmyndun var nánast útilokuð án þáttöku hans, og vinstri stjórnir voru skammlífar í stjórnmálasögu Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn er gjörspilltur af sérhagsmunahópum og græðgisöflum. Nýútkomin bók Ólafs Arnarsonar, Sofandi að Feigðarósi, rekur skilmerkilega hvernig helmingaskipti spillingaraflanna innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa komið Íslandi fram á brún þjóðargjaldþrots. Drottnunarárrátta, valdasýki og gerræðisleg vinnubrögð Davíðs Oddssonar voru síðan kirsuberið í þessum banvæna kokteil sem er búinn að koma Íslandi á kaldan klakann. Bók Ólafs ætti að vera skyldulesning fyrir alla sem láta sig þjóðmál varða, því til þess eru vítin að varast þau og ef við lærum ekki af reynslunni munum við endurtaka mistökin.
Það ber því að fagna innilega og lengi að hér skuli vera komin til valda ríkisstjórn sem hefur allar forsendur til að skéra upp herör gegn spillingunni og koma fótum undir Ísland á nýjan leik - án þess að huga fyrst að hagsmunum einkavina og síðast að þjóðarhag. Ný ríkisstjórn hefur metnað til að standa vörð um velferðarkerfið og til að skjóta styrkum stoðum undir atvinnulíf í landinu. Vandamál nýrrar ríkisstjórnar koma því miður að hluta til innan frá. Fimm þingmenn VG, þar af einn nýju ráðherranna, hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja þingsályktunartillögu um að hefja viðræður við ESB um skilmála aðildar. Þessir fimm þingmenn telja sig vita fyrirfram að ESB aðild geti ekki hentað Íslandi, og því sé hreinn óþarfi að láta reyna á það. Það er fáheyrt að ráðherra sem fer með sjávarútvegs- og landbúnaðarmál skuli fyrirfram lýsa því yfir að hann muni leggjast gegn stjórnarfrumvarpi um að hefja aðildarviðræður að ESB. Í raun snýst þetta um sérhagsmunagæslu, enn og aftur þennan bölvald íslenskra stjórnmála. Þessir fimm landsbyggðarþingmenn VG telja sig vera að verja hagsmuni bænda og sjómanna. Hvað með hagsmuni iðnfyrirtækja og iðnaverkafólks? Hvað með hagsmuni fyrirtækja og starfsfólks í ferðaþjónustu? Hvað með hagsmuni hátækni- og hugbúnaðarfyrirtækja? Hvað með allann almenning sem er að kikna undir háum vöxtum og verðtryggingu lána sem er afleiðing þess að við erum með ónýtan gjalmiðil? Hvað með þjóðarhag?
Það er ílla af stað farið með starfandi stjórnarandstöðu innan nýju ríkisstjórnarinnar. Hluti VG er svo vanur því að vera í stjórnarandstöðu að það er ekki hægt að láta af því atferli þó flokkurinn sé kominn í stjórn. Það veit ekki á gott fyrir þessa fyrstu vinstri stjórn án þáttöku Framsóknarflokksins.
![]() |
Ný ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2009 | 10:06
Norðmenn í skotgröfunum
Norðmenn hafa tvisvar fellt aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslum. Í bæði skiptin var mjög mjótt á munum milli andstæðra fylkinga. Það var helst ótti við sjávarútvegs- og landbúnaðarstefnu ESB sem hræddi kjósendur frá stuðningi við aðild. Noregur er ríkt land, og hefur efni á stórfelldum niðurgreiðslum landbúnaðarafurða. Þeir eiga heimsmet í þeim efnum, og það hefur stundum verið sagt að þér dugi kotblettur uppá fjalli, nokkrar geitur og tvær beljur, þá lifir þú ágætlega sem bóndi í Noregi. Þarna er auðvitað borið í söguna, en hitt er rétt að ESB aðild myndi sjálfsagt þýða að niðurgreiðslur til landbúnaðar myndu minka verulega. Sjávarútvegur norðmanna er líka studdur á margvíslegan hátt, og þarf ekki að bera allan sinn kostnað svo sem gerist á Íslandi. Þá eru til dæmis selveiðar norðmanna í Vesturísnum á hverju vori ríkisstyrktar svo nemur tugum milljónum norskra króna. Þar er verið að veiða selkópa skinnanna vegna - en skinnin eru hins vegar nánast óseljanleg á markaði. Ríkið kaupir skinninn. Norðmenn veiða hval - ESB er andstætt hvalveiðum. Bágt ástand margra hvalastofna í heiminum er að kenna stórfelldum veiðum norðmanna á fyrri hluta síðustu aldar, og því ekki óeðlilegt að áframhaldandi veiðar þeirra séu mörgum þyrnir í augum.
ESB umræðan í Noregi er ofan í skotgröfunum. Þar tíðkast ekki samræða eða skoðanaskipti, heldur kallast menn á með fullyrðingum og fúkyrðum, svona svipað og menn tókust á um aðild Íslands að Nató og herstöðvamálið á síðustu öld. Norska þjóðin er klofin í tvær ósættanlegar fylkingar í afstöðu sinni gagnvart ESB. Hagsmunahópar takast á, og á meðan svo er mun ekki vera hægt að ná neinni sátt um hvað sé best fyrir þjóðarhag Noregs þegar til lengri tíma sé litið. Því miður bendir ýmislegt til þess að ESB umræðan á Íslandi sé að fara í sama farveg. Forystumenn VG eru algerlega sannfærðir um að ESB aðild væri ógæfuspor fyrir Ísland - og þeir sækja mikið af rökum sínum í vopnasmiðjur norskra ESB andstæðinga. Það er að myndast óheilagt bandalag milli íhaldsafla og hagsmunahópa innan Sjálfstæðisflokksins og þjóðernissinnanna í VG, sem speglast í samstarfi Ragnars Arnalds og Styrmis Gunnarssonar um andstöðu við að skilgreind verði samningsmarkmið og síðan farið út í viðræður við ESB. Fylgjendur ESB aðildar eru ekki saklausir af öfgum: Í málflutningi áköfustu stuðningsmanna ESB aðildar má skilja að ESB aðild muni leysa öll okkar vandamál í gjaldmiðils- og efnahagsmálum.
Sannleikurinn er, eins og svo oft, einhvers staðar mitt á milli öfganna. Ísland greiðir það háu verði að standa eitt í ólgusjó alþjóðlegra efnahgssviftinga, með duglítinn gjaldmiðil sem enginn treystir. ESB aðild verður líka greidd einhverju verði - við vitum ekki hversu hátt það verður fyrr en við erum búin að ræða við ESB um skilmála aðildar. Við skulum hins vegar hafa hitt á hreinu: Ísland skuldar margfalda þjóðarframleiðslu, og undirstöðuatvinugreinar landsins eru skuldum vafnar. Ríkissjóður norðmanna er skuldlaus, og til er gríðarlegur varasjóður vegna olíougróðans. Við erum ekki í sömu stöðu og norðmenn gagnvart efnahagskreppunni eða ESB. Norðmenn hafa efni á að standa utan ESB, spurningin er hvort við höfum það? Svarið við þeirri spurningu vitum við ekki fyrr en að loknum aðildarviðræðum.
![]() |
Norðmenn leiða íslensk ESB-mál hjá sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2009 | 14:52
Sex-10 milljónir á mann
Allir þessir milljarðar hingað og þangað, maður verður ringlaður af því að lesa þessa hagspeki. Ef íbúafjölda Íslands er deilt uppí 1670 milljarða verður útkoman nálægt 6 milljóna króna skuld á hvert einasta mannsbarn í landinu. Ef notuð er talan 3100 milljarðar fyrir skuldir Íslands samsvarar það 10 milljón króna skuld á mann. Það er kanski heimsmet miðað við höfðatölu, eins og sagt er...? Þetta bætist síðan við aðrar skuldir landsmanna, svo sem húsnæðislán, bílalán osfr.
Var einhver að segja að Íslendingar hefðu lifað um efni fram?
![]() |
3100 milljarða skuldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2009 | 23:11
Sjálfstæðisflokkur ekki með fingurinn á þjóðarpúlsinum
![]() |
61,2% vilja aðildarviðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2009 | 12:07
Vandræði D í hnotskurn
![]() |
Guðlaugur Þór niður um sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2009 | 09:25
Smábændur flugust á
Var það ekki Halldór Laxness sem sagði að draga mætti saman íslandssöguna með því að segja að "smábændur flugust á"? Það er svo undarlegt, að heiftúðin í pólitískri umræðu virðist oft vera í öfugu hlutfalli við stærð þjóðfélagsins. Menn bítast meira á í litlum samfélögum en stórum, og bilið öfgana á milli er stærra. Á Íslandi virðist oft skorta sátt um grundvallaratriði þjóðfélagsins og verklags við ákvarðanatöku. Þetta hefur leitt til vandræða hvað eftir annað. Við minnumst þess hvernig Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson gerðu íslendinga að þátttakendum í innrás Bandaríkjahers í Írak, og skeyttu þess ekki að ræða málið á vettvangi ríkisstjórnar eða alþingis. Eða hvernig ríkisstjórn Davíðs Oddssonar lagði niður Þjóðhagsstofnun þegar greining stofnunarinnar á efnahagslegum afleiðingum Kárahnjúkavirkjunar voru honum ekki að skapi. Þar með sinnti enginn opinber aðili því hlutverki að hafa heildaryfirsýn yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi. Við vorum undirseld greiningardeildum bankanna sem þjónuðu eigendum sínum en ekki þjóðinni.
Í grundvallaratriðum snúast þessi dæmi um skort á sátt um verklag við framkvæmd lýðræðisins. Afleiðingarnar eru ósátt, klofningur og rifrildi. Það er kominn tími til að reyna að ná grundvallarsátt um í hvaða farvegi lýðræðisleg umræða á að vera, og hvernig á að ná sátt um ákvarðanatöku og framkvæmd ákvarðanna. Þetta ætti að vera eitt hlutverk stjórnlagaþings. Þetta er allt of mikilvægt mál til að láta stjórnmálamennina ráða ferðinni.
![]() |
Deilt um þjóðaratkvæðagreiðslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2009 | 09:17
Stjórnarmyndun án VG?
![]() |
Enn ósætti um ESB-málið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2009 | 13:44
Við björgum okkur sjálf, auðvitað
Það er alveg rétt hjá Dagfinni að ESB mun ekki bjarga Íslandi. Það verðum við að gera sjálf. Spurningin snýst ekki um það hvort ESB komi okkur til bjargar eða ekki, heldur hvort við veljum sjálf aðild að bandalaginu?
Ísland er í skelfilegri stöðu. Landið er nánast gjaldþrota, skuldugt upp fyrir haus og með gjaldmiðil sem er verðlaus utan Íslands. Við verðum að finna leið út úr þessum þrengingum. Það er ekki til nein einföld eða sársaukalaus leið. Við eigum eftir að sjá vaxandi atvinnuleysi, samdrátt rauntekna og kaupmáttar og skerta opinbera þjónustu á sviðum menntamála, heilbrigðismála og samgöngumála. Botninum er hvergi nærri náð í þessarri kreppu, og það á eftir að svíða hressilega áður en svo verður. Við verðum hins vegar að velja leið út úr þessarri kröppu lægð.
Við verðum að láta á það reyna hvort aðild að ESB geti veitt skjól í þessu ölduróti alþjóðlegra fjármálamarkaða og verið sásaukaminni leið út úr þrengingunum en að reyna að verjast áföllunum með alvarlega laskaða þjóðarskútu og verðlausan gjaldmiðil að verkfæri. Þjóðarskútan er uppá skéri, það þarf að draga hana á flot og gera haffæra á nýjan leik. Um það snýst málið. Þess vegna verðum við að ná sátt um samningsmarkmið okkar gagnvart ESB og fara út í aðildarviðræður. Ef niðurstöður þeirra eru óaðgengilegar mun aðild verða hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef þjóðin telur okkur betur borgið innan ESB, já þá göngum við í sambandið. Einfalt mál.
![]() |
Evrópusambandið bjargar ekki Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2009 | 08:27
VG ekki í stöðu til að stoppa ESB viðræður
![]() |
Óbrúuð gjá í ESB-máli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2009 | 13:26
Ný Álgerður?
![]() |
Álið leysir vandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |