Sjálfstæðisflokkur ekki með fingurinn á þjóðarpúlsinum

Vandræðagangi D ætlar seint að linna. Ekki var nýi formaðurinn nema rétt búin að spúa galli yfir hugmyndir ríkistjórnarflokkanna um að alþingi tæki afstöðu til aðildarviðræðna við ESB ("Sjálfstæðismenn munu leggjast gegn slíku frumvarpi") en að það kemur skoðanakönnun sem segir sterkan vilja meirihluta þjóðarinnar að fara út í aðildarviðræður. Sjálfstæðisflokkurinn engist nú eins og ormur á öngli, það eru bara kvótakóngarnir (jú, og bændarómantíkerarnir í VG) sem fylkja sér að baki landsfundarsamþykktar Sjálfstæðisflokksins um að aðildarviðræður við ESB henti ekki hagsmunum Íslands. Flokkurinn vanmat algerlega kraft búsáhaldarbyltingarinnar ("skrílslæti á Austurvelli") og andstöðu almennings við Bubba Kóng í Seðlabankanum (þeir kölluðu það "einelti" þegar fólk vildi Messías burtu). Flokkurinn uppskar enda 13% fylgistap í kosningunum, og einn og annar fyrrverandi ungur og efnilegur lögfræðingur varð að fara að leita sér að vinnu þegar atvinnuöryggið á þingi brást. Nú er flokkurinn aftur í sömu stöðu, að hafa ekki fingurinn á þjóðarpúlsinum og einangrast í þessu stórmáli. Flokkurinn er að brjótast til fylgishruns, undir óöryggri forystu Bjarna Benediktssonar. Hvenær skyldi Bjarni koma út úr skápnum (eða uppúr sultikrukkunni, væri kanski réttara að segja) og lýsa yfir stuðningi við ESB viðræður? Hann á vart annarra kosta völ í stöðunni. Jú annars, hinn kosturinn er að Flokkurinn nái framtíðarjafnvægi með svo sem 20% kjörfylgi einkavina og hagsmunaaðila. Almenningur treystir ekki Sjálfstæðisflokki í þessu máli, það er á hreinu...
mbl.is 61,2% vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta er því miður hárrétt analýsa á ástandinu.

Enginn í Valhöll virðist átta sig á þessu og það er mjög sorglegt. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.5.2009 kl. 07:10

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Já - þetta er erfitt líf. Nú getur flokkurinn ekki skaffað eins vel í bitlingum og aðstöðu næstu árin. Þá hriktir enn frekar í innviðum.

Ég skil ekki þessa stífu andstöðu gegn ESB hjá hjá fylgismönnum flokksins. Þeir voru að vísu andsnúnir EES á sínum tíma en sáu sig um hönd.

Bjarni Ben getur kanski reynt að laga kúrsinn - en það verður erfitt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.5.2009 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband