Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Góð umfjöllun um icesave

Ég vil benda fólki á að lesa pistil Halldórs Reynissonar úr Fréttablaðinu í dag,

Icesave - verðmiði á trausti

 sem ég birti fyrr í dag undir fyrirsögninni Aftur um mikilvægi trausts.
mbl.is Þjóðin kaus um Icesave í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur um mikilvægi trausts

Halldór Reynisson skrifar eftirfarandi pistil í Fréttablaðið í dag, sem ég vil vekja athygli á: 

Icesave - verðmiði á trausti

Icesave-samningurinn liggur nú fyrir Alþingi. Áhöld eru um hvort hann verður samþykktur eða ekki. Ég óttast að það verði Íslands óhamingju að vopni felli þingið samninginn. Víst er hann ekki góður. En staða okkar sem þjóðar er bara vond. Icesave er okkar erfðasynd vegna svallveislu síðustu ára. Samningurinn okkar yfirbót í augum umheimsins. Það eru óheilindi sem kenna má við skrum þegar reynt er að gera Icesave að flokkspólitískri deilu. Málið er lagatæknilegt, fjárhags legt, það snýst um grunntraust á fjármálastarfsemi heillar álfu; að fólk geti lagt sitt sparifé inn í banka við lágmarksáhættu án þess að eiga það á hættu að spariféð gufi upp. Í húfi er traust þess samfélags þjóðanna sem við teljum okkur tilheyra, norræna samfélagsins, evrópska samfélagsins. Þegar slíkt traust er annars vegar er enginn eyland, ekki einu sinni við Íslendingar. Fyrri ríkisstjórn hefði líka þurft að semja um Icesave. Sennilega hefði útkoman orðið sú sama því málið er eins og áður segir tæknilegt, jafnvel siðferðilegt. Það er því misskilningur, í versta falli yfirdrepskapur þegar reynt er að finna þessum samningi allt til foráttu. Sumir telja sig rata aðra leið. Er það kannski hin leiðin fræga?

Hvað ef samningurinn verður felldur? Stjórnarkreppa? Sundurlyndi? Mánaða eða missera kyrrstaða? Eyðilandið Ísland? Við þurfum að byggja upp traust á okkur. Og traust er bara dýru verði keypt hafi það eitt sinn glatast. Því miður, Icesave er verðmiðinn.

Höfundur er prestur


Endurreisnarstarfið krefst trausts

Endurreisnarstarfið framundan krefst þess að þjóðin geti treyst stjórnvöldum. Ég teysti ekki Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki til neins nema þess að þeir muni hygla einkavinum sínum áfram og verja spillingarkerfið sem þessir flokkar hafa byggt upp í gegnum árin. Hrunið skrifast á reikning þeirra, og flokkarnir gera nú allt sem þeir geta til að píska upp æsing og sundrungu. Andstaða þeirra við icesave samkomulagið ber að skoða í þessu ljósi. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru hluti af vandamálinu sem þjóðin á við að stríða. Þessir flokkar hafa sýnt af sér gróft siðleysi, spillingu og hroka, og þeir ófærir um að koma að lausn vandamálanna. Það þarf að fara ofaní saumana á spillingunni sem hér hefur viðgengist allt frá stofnun lýðveldisins, og þætti hennar í efnahagshruninu. Síðan þarf að krefjast pólitískrar ábyrgðar. Best væri ef þessir spillingarflokkar færu á öskuhauga sögunnar...
mbl.is Meiri áhyggjur af yfirstandandi glímu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prinsessuviðtöl - góð blaðamennska?

Í sunnudagsblaði moggans er viðtal við Gunnar I. Birgisson, þar sem hann segir sig líða vel í hjarta sínu, samviskan sé hrein, hann hafi ekkert gert sem sé óeðlilegt eða aðfinnsluvert, styrrinn sem um hann hafi stðið sé bara moldviðri og múgsefjun.

Morgunblaðið hefur margar hliðar, og þar vinna margir hæfir blaðamenn. Blaðið er hins vegar málpípa Sjálfstæðisflokksins, og fréttamat og ritstjórnarstefna blaðsins eru mjög lituð af hagsmunum einkavinanna. Gunnar Birgisson er grunaður um lögbrot, og viðskipti Kópavogsbæjar við fyrirtæki dóttur hans um árabil eru um mjög margt mjög vafasöm. Það er með ólíkindum að dagblað sem gerir kröfu til þess að vera "blað allra landsmanna" og standa fyrir fagleg og vönduð vinnubrögð skuli leggjast svo lágt að helga oppnu í sunnudagsblaði einhliða málsvörn Gunnars Birgissonar.

Nixon sagði "I am not a crook". Gunnar I Birgisson segir samvisku sína hreina. Við skulum sjá hvort framvinda málsins leiði í ljós að Gunnar hafi ekkert að fela. Í millitíðinni er ég búinn að segja upp áskriftinni að mogganum. Ég borga ekki fyrir áskrift að blaði sem býður uppá að einkavinaklíku Sjálfstæðisflokksins sé klórað á bak við eyrun og þeim strokið meðhárs í oppnuviðtali á sunnudegi. Takk fyrir kaffið.


Lýðskrum og ábyrgðarleysi

Framsóknarmenn hafa ekki lagt fram neitt uppbyggilegt til lausnar kreppunnar sem þeir eiga verulega sök á að hafa skapað. Nýi formaðurinn, Sigmundur Davíð, gerir fýlulegar athugasemdir við allt sem lagt er fram til lausnar, hvort sem það er þjóðarsáttin eða icesave samningarnir. Flokkurinn elur á óánægju, reiði og sundrungu í stað þess að koma með uppbyggilegar tillögur um lausnir. Þetta er lýðskrum. Markmið lýðskrumsins er að fela þátt flokksins í aðdraganda hrunsins, einkavinavæðingar bankanna. Borgarahreyfingin er hreinn óánægjuflokkur, sem reiðibylgja í kjölfar hrunsins skolaði inná þing. Sjálfstæðisflokkur talar um að neita því að láta svínbeygja okkur. Nei, nú á að senda umheiminum langt nef, eins og við höfum efni á því eftir það sem á undann er gengið. Það er sorglegt að horfa uppá lágkúru stjórnarandstöðunnar og ábyrgðarleysi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um icesave tefur í besta falli lausn vandans og því að botninum verði náð í þessari kreppu, en í versta falli kallar höfnun á icesave samkomulaginu yfir okkur botnlaust hrun og alþjóðlega einangrun. 
mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mælt úr fílabeinsturninum

Jón Daníelsson telur að "íslensk stjórnvöld hafi gert rétt í að semja um Icesave skuldbindingarnar, en Alþingi ætti hinsvegar að fella hann". Síðan eigi að semja uppá nýtt.

Umræðan um icesave er með ólíkindum. Þetta mál snýst ekki um hvort okkur beri lagaleg skylda til að standa við icesave skuldbindingarnar, heldur snýst þetta um siðferði og það hvort hægt sé að eiga samskipti við íslendinga yfir höfuð. Við megum ekki gleyma því að þáverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, lýsti því yfir í sjónvarpi í Bretlandi í mars 2008 að ríkissjóður Íslands stæði að baki íslensku bökunum í starfsemi þeirra þarlendis. Þá hafa íslenskir ráðamenn fullvissað alþjóðasamfélagið um að Ísland muni standa við þessar skuldbindingar. 

Það er yfirgengilegt ábyrgðarleysi að ætla að hlaupa frá þessum skuldbindingum. Ef það gerist mun Ísland einangrast á alþjóðavettvangi, og sennilega fáum við yfir okkur annað bankahrun vegna þess að traust umheimsins á vilja íslendinga til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar mun gufa upp. Þar með lokast lánsfjármarkaðir, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun halda inni frekari greiðslum á láninu til Íslands, og nágrannar okkar á Norðurlöndum munu fresta lánveitingum til okkar. Þetta eru staðreyndir sem eru uppá borðinu. Þá þarf ekki akademiskar hugleiðingar um það hvort einhver telji stjórnvöld ofmeta afleiðingar þess að standa ekki við icesave samkomulagið.  

Það er beinlínis sorglegt að sjá hvernig forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, með dyggri aðstoð misvitra hagfræðinga, reyna að skjóta sér undan ábyrgð á þessu vandræðamáli. Efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokks leiddi hrunið yfir okkur, nú er reynt að taka til eftir þá. Þeir  vilja ekki taka þátt í lausn málsins, en eru þess í stað orðnir hluti af vandamálinu.


mbl.is Segir að Ísland eigi að fella Icesave-samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturla klúðraði þessu

Nú berja þeir sér á brjóst, stjórnmálamennirnir sem komu Íslandi á kaldann klakann, og leika sjálfstæðishetjur. Sturla ætti að velta því fyrir sér hvers vegna Ísland er í þeirri stöðu sem landið er í, hver kom Íslandi á hausinn? Einkavinavæðing bankanna, sem félagar hans í Sjálfstæðisflokknum stóðu fyrir, er ein mikilvæg orsök bankahrunsins. Afglöp Sjálfstæðismanna er þeir réðu fjármálaráðuneytinu í 18 ár samfellt, og settu síðan Bubba kóng yfir Seðlabankann, er önnur mikilvæg orsök hrunsins. Sjálfstæðismenn lögðu niður eftirlitsstofananir eins og Þjóðhagsstofnun, og héldu fjármálaeftirlitinu veiku með ónógum fjárveitingum. Pólitískar embættisveitingar veiktu stjórnkerfið, því þar sátu gulldrengir Sjálfstæðismanna og Framsóknar og þáðu góð laun fyrir að vinna ekki vinnuna sína. Þarna eru orsakir hrunsins. Sturla Böðvarsson tók fullan þátt í þessu sem þingmaður og ráðherra. Ekki örlar á sjálfsgagnrýni eða greiningu á því hvað hann eða sjálfstæðismenn gerðu rangt og illt og spillt um árabil. Nú getur hann leikið sjálfstæðishetju, og gagnrýnt þau stjórnvöld sem tóku við rjúkandi rústum eftir fjármálastjórn Sjálfstæðismanna. Hann klúðraði þessu sem þingmaður og ráðherra, og hans ráðgjöf nú er óþörf.
mbl.is Öllu skal fórnað fyrir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur Davíð í sandkassanum

Maður getur ekki annað en verið undrandi yfir hegðun nýja framsóknarformannsins á þingi. Stöðugar fýlulegar athugasemdir, frammíköll, fátt uppbyggilegra tillagna, lýðskrumstillögur um niðurfellingu skulda, og svo vill hann hlaupa frá ábyrgð í icesave málinu (hann telur að þjóðir Evrópu munu sýna okkur skilning þó við gerðum svo). Svo fer maðurinn að lesa upphátt úr Fréttablaðinu undir dagskrálið þar sem fjalla átti um fundarstjórn forseta, og fyllist svo heilagri vandlætingu þegar hann er rekinn úr pontu. Sigmundur Davíð virðist halda að slæm athygli sé betri en engin athygli. Við verðum að vona að kjósendur taki eftir hegðun hans og veiti honum enga athygli þegar krossa á við kjörseðilinn í næst kosningum.... 
mbl.is Óásættanleg framkoma forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rjúfa stjórnmálasamband við Ísrael

Ísrael hernemur palestínskt land í trássi við alþjóðalög, og gerir tilkall til þess að aðskilnaðarstefna þess sé viðurkennd af umheiminum. Ísrael hefur marg oft farið með hervaldi mót nágrönnum sínum og heldur milljónum manna föngnum undir ofbeldisfullu hernámi. Ísrael er sekt um gróf mannréttindabrot og stríðsglæpi gagnvart palestínumönnum. Ísrael býr yfir kjarnorkuvopnum og er stærsta ógnunin við frið í Miðausturlöndum. Ísrael er skammarblettur í sögu Sameinuðu Þjóðanna, sem stóðu fyrir stofnun ríkisins. Ísland ætti að rjúfa stjórnmálasamband við þetta ofbeldisríki og taka upp fullt stjórnmálasamband við palestínumenn.  
mbl.is Netanyahu sagður hafa útilokað frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítill sparnaður af launalækkun

Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar við að koma saman sparnaðartillögum stafar sennilega af því að ílla gengur að ná endum saman án þess að hækka verulega skatta á meðalmanninum. Það er hægt að lækka laun þeirra sem eru með laun yfir 1 milljón á mánuði, en við það sparast ekki nema brotabrot af því fjárlagagati sem þarf að stoppa í. Rætt hefur verið um 8% tekjuskattshækkun á þá sem þéna yfir 700 þúsund í mánaðarlaun. Þar er sama vandamálið, skattahækkanir á þennan hóp duga skammt því í íslenska láglaunasamfélaginu eru þetta tiltölulega fáir einstaklingar. Til að ná árangri verður að hækka skatt á breiðu bökunum, öllum sem eru með yfir 400-500 þúsund krónur í mánaðarlaun, annars dugar aðgerðin ekki. Ef ríkisstjórnin gerir það, verður allt vitlaust, því íslendingar "vilja ekki borga skuldir óreiðumanna".

Hér gæti ríkisstjórnin lært af reynslu svía frá kreppunni þar fyrir 15 árum. Þar var settur 5% viðlagaskattur á öll laun yfir meðallaunum. Aðgerðin var til 5 ára, og heppnaðist vel. Við verðum að horfast í augu við það að það eru engin sársaukalaus ráð eða aðgerðir til að taka á aðsteðjandi vanda. Að stinga hausnum í sandinn og neita að borga gerir vandann bara stærri. Því miður. Svo verður að læra af reynslunni, og koma í veg fyrir að einkavinaklíka græðgisafla Sjálfstæðis- og Framsóknarflokka komist hér til valda á nýjan leik.


mbl.is „Ekki einfalt að lækka laun ríkisstarfsmanna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband