Prinsessuviðtöl - góð blaðamennska?

Í sunnudagsblaði moggans er viðtal við Gunnar I. Birgisson, þar sem hann segir sig líða vel í hjarta sínu, samviskan sé hrein, hann hafi ekkert gert sem sé óeðlilegt eða aðfinnsluvert, styrrinn sem um hann hafi stðið sé bara moldviðri og múgsefjun.

Morgunblaðið hefur margar hliðar, og þar vinna margir hæfir blaðamenn. Blaðið er hins vegar málpípa Sjálfstæðisflokksins, og fréttamat og ritstjórnarstefna blaðsins eru mjög lituð af hagsmunum einkavinanna. Gunnar Birgisson er grunaður um lögbrot, og viðskipti Kópavogsbæjar við fyrirtæki dóttur hans um árabil eru um mjög margt mjög vafasöm. Það er með ólíkindum að dagblað sem gerir kröfu til þess að vera "blað allra landsmanna" og standa fyrir fagleg og vönduð vinnubrögð skuli leggjast svo lágt að helga oppnu í sunnudagsblaði einhliða málsvörn Gunnars Birgissonar.

Nixon sagði "I am not a crook". Gunnar I Birgisson segir samvisku sína hreina. Við skulum sjá hvort framvinda málsins leiði í ljós að Gunnar hafi ekkert að fela. Í millitíðinni er ég búinn að segja upp áskriftinni að mogganum. Ég borga ekki fyrir áskrift að blaði sem býður uppá að einkavinaklíku Sjálfstæðisflokksins sé klórað á bak við eyrun og þeim strokið meðhárs í oppnuviðtali á sunnudegi. Takk fyrir kaffið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Prinsessuviðtöl eru nánast normið í blaðamennsku hér á landi,  sýnist mér.  Als ekki óþekkt erlendis heldur.

En vissulega er þetta ljótara þegar hagsmunaárekstrarnir séu svona skýrir, og mál af þessari alvarleika sé í gangi, eða í fersku minni höfð.

Morten Lange, 3.7.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband