1.7.2009 | 19:49
Ótrúlegt skammtímaminni
Það er varla svo að maður trúi því að spillingar- og græðgisöflin í Sjálfstæðisflokki og Framsókn skuli vera að sækja sig í veðrið í skoðanakönnunum. Þetta eru flokkarnir sem bera höfuðábyrgð á efnahagshruninu, en hafa algerlega brugðist þegar kemur að því að axla ábyrgð. Hafa kjósendur strax gleymt þessu? Reiknar fólk með því að græðgisöflin séu fær um að koma þjóðarskútunni í var?
Kjarni lýðræðisins er að þjóðir fá þá stjórnmálamenn yfir sig sem þær eiga skilið. Kanski eiga íslendingar ekkert betra skilið en Sjálfstæðisflokk og Framsókn?
Ps. Kíkið á þessa færslu: http://gorgeir.blog.is/blog/gorgeir/entry/905219/
Fylgi stjórnarflokkanna minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.7.2009 | 10:35
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn kafsigldu þjóðarskútunni
Icesave er hið versta mál, og það er enginn glaður yfir því að þurfa að fást við afleiðingar þess. Menn eiga sjálfsagt eftir að rífast um það næstu árin hvort samningurinn sem liggur fyrir sé sá besti sem við gátum fengið eða ekki. Hitt er alveg ljóst að íslendingar komast ekki hjá því að standa við skuldbindingarnar gagnvart erlendum sparifjáreigendum. Við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð.
Sjálfstæðismenn og Framsókn hafa hátt um þessar mundir og telja ríkisstjórnina vera að steypa Íslandi í glötun með icesave samningnum. Þessi hávaði þeirra pólitískur. Þeir vilja fela þá staðreynd að einkavinavæðing bankanna og pólitísk afglöp ríkisstjórna þessara flokka steyptu Íslandi í glötun. Nú er verið að reyna að ná þjóðarskútunni af því skeri sem stefna ríkisstjórna Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar kom okkur uppá. Nokkur lykilatriði:
- Þeir einkavinavæddu bankana, létu þá í hendur fjárglæframannanna sem kollsigldu öllu.
- Þeir lögðu niður Þjóðhagsstofnun, sem hafði það hlutverk að hafa heildaryfirsýn yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi.
- Þeir hleyptu hér af stað botnlausri þennslu með hækkun á lánahlutfalli til fasteignakaupa og vanhugsuðum stóriðjuframkvæmdum.
- Þeir settu bönkunum engar skorður í starfsemi þeirra, og létu þá komast upp með að taka á sig skuldbindingar sem ríkið verður nú að taka yfir.
Nú er komið að skuldadögum. Núverandi ríkisstjórn er að reyna að bjarga því sem bjargað verður úr þrotabúi græðgishagfræðinnar. Það er erfitt og vanþákklátt starf. Spillingar- og græðgisöflin standa á hliðarlinunni og þykjast vita betur. Það er mikilvægt að næsta skref verði pólitískt uppgjör við þessi öfl, og að þáttur þeirra í hruninu verði kortlagður. Framámenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vita hverjum klukkan glymur. Þeir vita að böndin berast að flokkum þeirra þegar orsakir hrunsins verða skoðaðar. Þeir vita að dómurinn verður harður. Það vilja þeir stöðva. Þess vegna vilja þeir fella ríkisstjórnina á icesave málinu.
Glapræði að hafna Icesave-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2009 | 15:34
Góð umfjöllun um icesave
Icesave - verðmiði á trausti
sem ég birti fyrr í dag undir fyrirsögninni Aftur um mikilvægi trausts.Þjóðin kaus um Icesave í apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2009 | 09:01
Aftur um mikilvægi trausts
Halldór Reynisson skrifar eftirfarandi pistil í Fréttablaðið í dag, sem ég vil vekja athygli á:
Icesave - verðmiði á trausti
Icesave-samningurinn liggur nú fyrir Alþingi. Áhöld eru um hvort hann verður samþykktur eða ekki. Ég óttast að það verði Íslands óhamingju að vopni felli þingið samninginn. Víst er hann ekki góður. En staða okkar sem þjóðar er bara vond. Icesave er okkar erfðasynd vegna svallveislu síðustu ára. Samningurinn okkar yfirbót í augum umheimsins. Það eru óheilindi sem kenna má við skrum þegar reynt er að gera Icesave að flokkspólitískri deilu. Málið er lagatæknilegt, fjárhags legt, það snýst um grunntraust á fjármálastarfsemi heillar álfu; að fólk geti lagt sitt sparifé inn í banka við lágmarksáhættu án þess að eiga það á hættu að spariféð gufi upp. Í húfi er traust þess samfélags þjóðanna sem við teljum okkur tilheyra, norræna samfélagsins, evrópska samfélagsins. Þegar slíkt traust er annars vegar er enginn eyland, ekki einu sinni við Íslendingar. Fyrri ríkisstjórn hefði líka þurft að semja um Icesave. Sennilega hefði útkoman orðið sú sama því málið er eins og áður segir tæknilegt, jafnvel siðferðilegt. Það er því misskilningur, í versta falli yfirdrepskapur þegar reynt er að finna þessum samningi allt til foráttu. Sumir telja sig rata aðra leið. Er það kannski hin leiðin fræga?Hvað ef samningurinn verður felldur? Stjórnarkreppa? Sundurlyndi? Mánaða eða missera kyrrstaða? Eyðilandið Ísland? Við þurfum að byggja upp traust á okkur. Og traust er bara dýru verði keypt hafi það eitt sinn glatast. Því miður, Icesave er verðmiðinn.
Höfundur er prestur
30.6.2009 | 00:43
Endurreisnarstarfið krefst trausts
Meiri áhyggjur af yfirstandandi glímu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2009 | 16:14
Prinsessuviðtöl - góð blaðamennska?
Í sunnudagsblaði moggans er viðtal við Gunnar I. Birgisson, þar sem hann segir sig líða vel í hjarta sínu, samviskan sé hrein, hann hafi ekkert gert sem sé óeðlilegt eða aðfinnsluvert, styrrinn sem um hann hafi stðið sé bara moldviðri og múgsefjun.
Morgunblaðið hefur margar hliðar, og þar vinna margir hæfir blaðamenn. Blaðið er hins vegar málpípa Sjálfstæðisflokksins, og fréttamat og ritstjórnarstefna blaðsins eru mjög lituð af hagsmunum einkavinanna. Gunnar Birgisson er grunaður um lögbrot, og viðskipti Kópavogsbæjar við fyrirtæki dóttur hans um árabil eru um mjög margt mjög vafasöm. Það er með ólíkindum að dagblað sem gerir kröfu til þess að vera "blað allra landsmanna" og standa fyrir fagleg og vönduð vinnubrögð skuli leggjast svo lágt að helga oppnu í sunnudagsblaði einhliða málsvörn Gunnars Birgissonar.
Nixon sagði "I am not a crook". Gunnar I Birgisson segir samvisku sína hreina. Við skulum sjá hvort framvinda málsins leiði í ljós að Gunnar hafi ekkert að fela. Í millitíðinni er ég búinn að segja upp áskriftinni að mogganum. Ég borga ekki fyrir áskrift að blaði sem býður uppá að einkavinaklíku Sjálfstæðisflokksins sé klórað á bak við eyrun og þeim strokið meðhárs í oppnuviðtali á sunnudegi. Takk fyrir kaffið.
27.6.2009 | 00:18
Lýðskrum og ábyrgðarleysi
Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2009 | 14:20
Mælt úr fílabeinsturninum
Jón Daníelsson telur að "íslensk stjórnvöld hafi gert rétt í að semja um Icesave skuldbindingarnar, en Alþingi ætti hinsvegar að fella hann". Síðan eigi að semja uppá nýtt.
Umræðan um icesave er með ólíkindum. Þetta mál snýst ekki um hvort okkur beri lagaleg skylda til að standa við icesave skuldbindingarnar, heldur snýst þetta um siðferði og það hvort hægt sé að eiga samskipti við íslendinga yfir höfuð. Við megum ekki gleyma því að þáverandi seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, lýsti því yfir í sjónvarpi í Bretlandi í mars 2008 að ríkissjóður Íslands stæði að baki íslensku bökunum í starfsemi þeirra þarlendis. Þá hafa íslenskir ráðamenn fullvissað alþjóðasamfélagið um að Ísland muni standa við þessar skuldbindingar.
Það er yfirgengilegt ábyrgðarleysi að ætla að hlaupa frá þessum skuldbindingum. Ef það gerist mun Ísland einangrast á alþjóðavettvangi, og sennilega fáum við yfir okkur annað bankahrun vegna þess að traust umheimsins á vilja íslendinga til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar mun gufa upp. Þar með lokast lánsfjármarkaðir, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun halda inni frekari greiðslum á láninu til Íslands, og nágrannar okkar á Norðurlöndum munu fresta lánveitingum til okkar. Þetta eru staðreyndir sem eru uppá borðinu. Þá þarf ekki akademiskar hugleiðingar um það hvort einhver telji stjórnvöld ofmeta afleiðingar þess að standa ekki við icesave samkomulagið.
Það er beinlínis sorglegt að sjá hvernig forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, með dyggri aðstoð misvitra hagfræðinga, reyna að skjóta sér undan ábyrgð á þessu vandræðamáli. Efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokks leiddi hrunið yfir okkur, nú er reynt að taka til eftir þá. Þeir vilja ekki taka þátt í lausn málsins, en eru þess í stað orðnir hluti af vandamálinu.
Segir að Ísland eigi að fella Icesave-samning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2009 | 10:20
Grenivæðingin
Það er verið að breyta stórum landsvæðum á Íslandi í greniskóga. Skógarplöntunum er venjulega plantað í gróið land, og þannig skipt frá túnrækt eða mólendi yfir í skóga. Greniskógar þekja gríðarleg landsvæði á norðurhveli, og eru sennilega víðfemasta vistkerfi jarðar. Greniskógabeltið er fremur fábreytt, og búsvæði hlutfallslega fárra annarra tegunda plantna eða dýra.
Á Íslandi virðist vera nánast sátt um að það sé hið besta mál að grenivæða landið. Ég er algerlega ósammála þessu. Mér finnst íslenska heimskautatúndran falleg, og nýt þess að hafa gott útsýni til fjalla og dala. Þéttur greniskógur er dimmur, án undirgróðurs. Mér finnst raunar óskiljanlegt að ekki þurfi að setja áætlanir um skógrækt í umhverfismat, þar sem metið er hvaða náttúruverðmæti tapast vegna skógræktar. Íslensk náttúra er mótuð af legu landsins á mörkum hlýrra og kaldra haf- og loftstrauma, auk þess sem eldvirkni (öskufall og hraun) og jöklar setja mark sitt á náttúruna. Náttúrulegt gróðurfar hér er birkiskógur á láglendi, mýrlendi og graslendi, og lágarktisk túndra með blómplöntum, en mosar, grös og hálfgrös í hraunbreiðunum. Greniskógar eru framandi í íslenskri náttúru, og ræktun þeirra leiðir til fábreittari vistkerfa.
Skógrækt á Íslandi getur aldrei orðið raunverulega arðbær. Til þess er vaxtartíminn allt of stuttur. Það tekur tré 100 ár á Íslandi að ná sama umfangi og þau ná á 20-40 árum þar vaxtartími er lengri. Það væri fróðlegt að sjá alvöru arðsemisútreikninga skógræktar, og samanburð á arðsemi skógræktar og annars landbúnaðar eða annarra landnytja.
Milljón plöntur á Silfrastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.6.2009 | 14:55
Lúpínuvitleysan
Ég var að koma úr ferðalagi um suður- og austurströndina. Eitt af því sem stingur í augu og veldur náttúrufræðingnum í mér gremju er yfirgengileg aukning á útbreiðslu lúpínu, nánast svo að tala má um lúpinusprengingu í landinu. Nokkur dæmi: Sandarnir á Suðurlandi, Skógasandur og Mýrdalssandur, eru ekki lengur sandar nema að hluta. Þetta eru gríðarlega víðfemar lúpínubreiður, þar sem lúpínan dreifist hratt út. Ég fór í Bæjarstaðaskóg í Morsárdal, sem er innan Vatnajökulsþjóðgarðsins. Þar var lúpínu sáð fyrir mörgum árum til að loka rofsárum í jarðvegi ofan við skóginn. Nú er lúpínan búin að leggja undir sig sandana framan við og neðan við skóginn. Þar sem áður var mólendi með grösum og blómplöntum ýmiskonar eru nú víðfemar lúpínubreiður. Maður sá víði og hvönn umlukta lúpínu, og öll rjóður í skóginum voru undirlögð henni. Jökulgarðar framan við Svínafellsjökul eru bláir af lúpínu. Þá er lúpína víða upp um allar hlíðar í Skaftafellssýslum, og á Héraði hefur lúpínu verið sáð með vegum, meira að segja í Hallormsstaðaskógi.
Lúpínan er ekki íslensk tegund, heldur flutt inn frá Alaska. Landgræðslan hefur notað lúpínuna til að binda jarðbeg og hindra sandfok. Þetta hefur þó farið úr böndum. Lúpínan sér nú sjálf um að dreifa sér, og er að taka yfir gróðurlendi þar sem henni var aldrei ætlaður staður. Hún er að breyta ásýnd landsins, og útbreiðsla hennar virðist vera á kostnað mólendis- og melagróðurs. Lúpínan er ágeng, og fáar íslenskar plöntutegundir virðast geta keppt við hana þar sem hún fær fótfestu. Ísland er land jökla, sanda, mela og auðna. Íslenskar auðnir búa yfir sérstakri fegurð. Íslenskur mela- og mólendisgróður er fjölbreyttur og veitir fjölda skordýra- og fuglategunda skjól. Lúpínubreiðurnar eru fábreyttar og einsleitar, framandi í náttúru Íslands. Með útbreiðslu lúpínu í þjóðgörðum landsins er verið að breyta náttúrufari á hátt sem vinnur gegn friðunarmarkmiðum þjóðgarða. Það verður að gera átak til að útrýma lúpínunni úr Vatnajökulsþjóðgarðinum, og það þyrfti að ræða hvort ekki ætti að banna notkun lúpínu við landgræðslu.