Ótrúlegt skammtímaminni

Það er varla svo að maður trúi því að spillingar- og græðgisöflin í Sjálfstæðisflokki og Framsókn skuli vera að sækja sig í veðrið í skoðanakönnunum. Þetta eru flokkarnir sem bera höfuðábyrgð á efnahagshruninu, en hafa algerlega brugðist þegar kemur að því að axla ábyrgð. Hafa kjósendur strax gleymt þessu? Reiknar fólk með því að græðgisöflin séu fær um að koma þjóðarskútunni í var? 

Kjarni lýðræðisins er að þjóðir fá þá stjórnmálamenn yfir sig sem þær eiga skilið. Kanski eiga íslendingar ekkert betra skilið en Sjálfstæðisflokk og Framsókn?

Ps. Kíkið á þessa færslu: http://gorgeir.blog.is/blog/gorgeir/entry/905219/


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núverandi ríkisstjórn er ÓVINUR heimilanna númer eitt. Ríkisstjórn sem hét að slá skjaldborg um heimilin í landinu en eru að gera heimilin að GJALDBORG. Og það versta er að ríknisstjórnin  sér ekki hvað heimilunum blæðir, enda blind af "eigin ágæti"

Biggi (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:01

2 identicon

Ég er reynar hissa á því hvað þessi óstjórn hefur mikið fylgi.  Hún lifir ekki endalaust á því að aðrir hafi einhvern tím einhvers staðar gert eitthvað rangt.  Það er komin tími til að hún fóti sig á eigin verðleikum en ekki út frá einhverjum öðrum sjónarmiðum.  Þinn málflutningar er jafn vitlaus eins og málfutningur vinstri manna er í dag, ólesandi.

ÞJ (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:05

3 identicon

Ég tek undir hvert orð Ólafs. Við þurfum, held ég, ekki að þrátta mikið um Icesave- samningana. Þeir verða okkur erfiðir. En ef þeir verða felldir á Alþingi á ríkisstjórnin (sem ég styð) að segja af sér og leyfa Sjálfstæðis- og Framsóknarmönnum að leysa vandann sem þeir komu okkur í. Kannski eigum við ekkert betra skilið en slíka ríkisstjórn?

Hrönn (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:06

4 identicon

Já svo er alveg gríðarlega ánægjulegt að fólk er farið að sjá í gegnum Jóhönnu og blaðrið í Samfylkingunni, hún hefur í 3 ár talað fyrir eintómun innihaldslausum slagorðum og það eingöngu.  Vinna, vöxtur, velferð.  Standa vörð um velferðarkerfið allt eigi að leysast með ESB o.sv.frv. án þess að kafa nokkru dýpra í málflutninginn, meiri fíflin.

ÞJ (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:08

5 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Menn verða að vara sig á því að rugla ekki saman orsök og afleiðingum. Áralöng glapræði ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem hlóðu undir einkavinina og fjárglæframennina eru orsök kreppunnar. Núverandi ríkisstjórn glímir við afleiðingar einkavinavæðingar bankanna og þeirrar spillingar sem þreifst í skjóli ríkisstjórna Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Kreppan er ekki núverandi ríkisstjórn að kenna. Núverandi ríkisstjórn glímir við gríðarlegan vanda sem núverandi stjórnarandstaða hefur orsakað. Orsök og afleiðing. Einfalt.

Ólafur Ingólfsson, 1.7.2009 kl. 20:32

6 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Þú óskaðir þess að Samfylking og VG næðu völdum svo að þeir gætu sannað að þeir valdi ekki verkefninu? Það er ekki öll vitleysan eins.

Ólafur Ingólfsson, 1.7.2009 kl. 21:09

7 identicon

Vinstrimenn eru einhverjir mestu skoðanakúgarar sem fyrirfinnast. Fólk hefur fullkominn rétt á að aðhyllast stefnu hvort heldur sem er framsóknar eða sjálfstæðisflokks. Og hversu merkilegt sem það hljómar í eyrum vinstrimanna þá eru ekki allir sammála þeim því að xd og xb hafi hannað hrunið. Þvert á móti þá finnst æði mörgum þessir tveir flokkar hafa skapað fínt þjóðfélag að búa í á undanförnum árum. 

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 21:19

8 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Þér er auðvitað fullfrjálst að vera þeirrar skoðunnar að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafi skapað fínt þjóðfélag að búa í á undanförnum árum. Líður þér ekki vel í draumasamfélagi græðginnar sem við erum að upplifa núna? Hver stýrði efnahagsmálum á Íslandi í 18 ár, fram til ársbyrjunar þessa árs? Sjálfstæðisflokkurinn. Ef hann ber ekki ábyrgð, hver ber hana þá?

Ólafur Ingólfsson, 1.7.2009 kl. 21:27

9 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn ber þá líka ábyrgð á öllu því góða sem gerðist á þessum árum. Vinstri flokkar um alla evrópu eru að fá á baukinn frá kjósendum vegna bágrar efnahagsstöðu landanna. Það vildi nú bara svo óheppilega til að sjálfstæðisflokkurinn var við völd þegar hrunið brast á. En hann var ekki við völd í allri evrópu þótt sumir vilji halda því fram að flokkurinn beri ábyrgð á heimskreppunni.

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 21:33

10 identicon

Ég bendi líka á þessa fínu frétt inni á visir.is Þarna má þakka fyrir að vinstri flokkarnir hafi ekki verið við völd.

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 22:00

11 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Ég held að framvinda mála eigi eftir að valda ykkur vonbrigðum. Icesave samkomulagið verður sjálfsagt samþykkt á þingi og stjórnin heldur velli. Þegar þingnefndin sem er að fjalla um orsakir hrunsins kemur með sínar niðurstöður með haustinu kemur í ljós hvar ábyrgðin liggur. Þegar síðan sérstakir saksóknarar fara að birta mönnum ákærur munu tengsl stjórnmálaflokka og fjárglæframanna líka koma fram í dagsljósið. Ég veðja á að þar muni Sjálfstæðisflokkur og Framsókn lenda í vondum málum, sem og einhverjir einstakir þingmenn/ráðherrar Samfylkingar. Við skulum bíða og sjá...

Ólafur Ingólfsson, 1.7.2009 kl. 22:19

12 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ólafur ... ég bíð sérstaklega spenntur eftir niðurstöðu þingnefndarinnar og saksóknarans í þeim efnum. Þegar þau koma fram verður líka tekið á því og þeir sem verða ákærðir verða teknir fyrir. Rosalega skemmtilegt hvað þú tekur Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn fyrir sem flokkur en svo bætir við einstaka þingmenn/ráðherrar í Samfylkingunni. Afhverju ætti samfylkingin fá betri útreið úr þessu en hinir? Ef einhverjir stjórnmálamenn og/eða athafnarmenn verða teknir fyrir þá gerist það, sama hvaða flokki/fylkingu þeir tilheyra. Sama skapi þýðir það ekki að allur flokkurinn sé rotinn. Það eru helling af góðu og almennilegu fólki í stjórnmálum sem hefur ekki gert neitt af sér annað en að taka þátt.

Hvað varðar IceSave samningin eða "hinn nýja verslasamning" eins og ég kýs að kalla þetta, þá þarf samninganefndin að hafa kjark til að svara fyrir sig. Eigum ekki að láta Breta og Hollendinga vallta svona yfir okkur. Tryggingakerfið er til þess gert að greiða svona og á að tæma hann fyrir þetta, ekki bara skella þessu á saklausa þjóð. Efast um að þessar þjóðir myndu vilja lenda í því sama, þ.a.s. henda milljarað skuldum yfir þjóðarbúið sitt bara sí svona.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 2.7.2009 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband