20.1.2009 | 14:11
Þetta er bara byrjunin!
Það fjarar undan klíkunum sem stjórnað hafa Íslandi að egin geðþótta undanfarin ár. Spillingarbandalag Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem sló eign sinni á bankana eftir helmingaskiptareglu sem verið hefur við lýði i áratugi, og fór síðan ránshendi um eigur þjóðarinnar. Þegar öllu hafði verið siglt í strand þóttist enginn vita neitt eða bera neina ábyrgð. Menn neita ábyrgð í símtölum frá London, þegja í skjóli þykkra veggja Seðlabankans, eða spila fórnarlömb sem ekki gátu vitað að svona færi ("ef ég hef gert eitthvað rangt þykir mér það miður"). Almenningi er nóg boðið. Mótmælin í dag sýna að fólk vill spillingaröflin burt, og að þeir sem bera ábyrgð á hruninu segi af sér. Geir, Árni, Davíð, og Björgvin, burt með ykkur. Þið eruð óhæfir og við viljum ekki að þið fáið að stunda hagsmunagæslu ykkar í friði. Þið rufuð sátt við þjóðina, og þjóðin er ekki sátt við ykkur! Mótmælin í dag eru bara byrjunin!
Fjölmenni á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rosalega eru fáir fullorðnir þarna! er að horfa á Ruv og það er æpandi hve mikið af þessum mótmælendum eru unglingar....
Soffía (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 14:36
Nei Soffía það var ekki mikið af unglingum.
Hinsvegar hafa unglingarnir allir verið þar sem stympingarnar voru og þar eru fjölmiðlamenn líka. Ég sá mest fólk á miðjum aldri og upp úr
Við hlið mér lengi vel var eldri kona í pels með pottlok og sleif :-)
Sgjóni (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:14
Soffía, ég var á svæðinu, er á fimmtugsaldri. Var einmitt mjög ánægð að sjá hversum mikið var af fólki á öllum aldri. Mitt mat er að meirihluti mótmælenda hafi verið yfir fertugu. Og þeir létu heyra vel í sér, með potta, pönnur, sleifar og jafnvel bara lyklana sína ef ekki var annað tiltækt. Hins vegar er unga fólkið oft fremst og mesti hasarinn í kringum það. Því lendir það frekar á myndum.
Ibba Sig. (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:24
Ég var þarna á milli eitt og tvö, áður en handtökur hófust. Þá var fólk á öllum aldri en eins og Ibba segir þá stóð rólegra fólkið lengra í burtu.
Eva Ó. (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:45
Ég var líka við Alþingishúsið, og þarna var fólk á öllum aldri. Ég rakst á gamla skólafélaga og kollega - allt fólk á miðum aldri eins og ég. Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu margt ungt fólk var þarna; þegar unga fólkið rís upp ættu Geir og Davíð að fara að passa sig!
Ólafur Ingólfsson, 20.1.2009 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.