Just another pretty face

Þekktasta slagorð bandarískra stjórnmála er "Time for a change", en yfirleitt verða litlar breytingar með nýjum mönnum. Það eru bara ný andlit sem halda áfram í sama farinu. Sennilega verða þetta örlög nýs formanns Framsóknarflokksins. Það gafst flokknum vel á meðan hann kinkaði kolli í ríkisstjórn Davíðs Odssonar að fótoshoppa Halldór Ásgrímsson, láta hann brosa og setja æskuroða í kinnar hans. Guðni var líka sjænaður til fyrir síðustu kosningar, og flokkurinn keypti dýr og flott jakkaföt á Björn Inga. Fylgi flokksins hefur dalað í takt við það að frambjóðendurnir hafa verið fínpússaðir. Kjósendur eru nefnilega ekki svo vitlausir að hægt sé að blekkja þá endalaust. Þeir hafna sérhagsmunagæslu Framsóknarflokksins og atkvæðakaupum hans í fámennum kjördæmum.  Flokkurinn hefur tapað tiltrú kjósenda vegna þess að þeir hafa fengið sig fullsadda á verkum hans. Kvótakerfið, einkavinavæðing bankanna, stóriðjudaðrið, náttúruspjöllin, spillingin og bitlingapotið. Nýi formaðurinn gat ekki gefið nein svör sem bentu til stefnubreytingar í mikilvægum málum í viðtölum við fjölmiðla eftir kjörið. Njá við aðildarviðræðum við Evrópusambandið, Njá við frekari stóriðjuframkvæmdum (með skírskotun til erfiðleika í efnahagsmálum) og svo framvegis. Just another pretty face, engin stefnubreyting, ekkert uppgjör, engin endurskoðun stefnu eða lærdómur af hörmulegum afleiðingum ákvarðanna sem teknar voru í ríkisstjórnartíð Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Just another pretty face, verði ykkur að góðu!


mbl.is Flokknum bjargað, segir Siv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband