30.6.2009 | 00:43
Endurreisnarstarfið krefst trausts
Endurreisnarstarfið framundan krefst þess að þjóðin geti treyst stjórnvöldum. Ég teysti ekki Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki til neins nema þess að þeir muni hygla einkavinum sínum áfram og verja spillingarkerfið sem þessir flokkar hafa byggt upp í gegnum árin. Hrunið skrifast á reikning þeirra, og flokkarnir gera nú allt sem þeir geta til að píska upp æsing og sundrungu. Andstaða þeirra við icesave samkomulagið ber að skoða í þessu ljósi. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru hluti af vandamálinu sem þjóðin á við að stríða. Þessir flokkar hafa sýnt af sér gróft siðleysi, spillingu og hroka, og þeir ófærir um að koma að lausn vandamálanna. Það þarf að fara ofaní saumana á spillingunni sem hér hefur viðgengist allt frá stofnun lýðveldisins, og þætti hennar í efnahagshruninu. Síðan þarf að krefjast pólitískrar ábyrgðar. Best væri ef þessir spillingarflokkar færu á öskuhauga sögunnar...
Meiri áhyggjur af yfirstandandi glímu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef fram sem horfir þá verða Ögmundur og Liljurnar í VG að mynda meirihluta með stjórnarandstöðunni.
Þá má vænta þess að náist betri samningur er það ekki?
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 00:52
Sammála þér. Hlustaði á alþingi í dag og það var ömurlegt að hlusta á Sigmund Davíð og félaga hans í Framsókn. Ásakanir og palladómar og mér fannst eins og það væru kjánar að tala. ( Voru samt misjöfn) Treysti þeim ekki fyrir horn. Nú reyna þessir ömurlegu spillingarflokkar að hleypa þjóðinni upp eins og hægt er og skapa leiðindi því þeir halda að þeir komist til valda. Ef svo ólíklega vildi til þá væri fyrst ástæða til að biðja Guð um að hjálpa þessari seinheppnu þjóð okkar.....
Ína (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.