Sjálfstæðisflokkur óhæfur til forystu í ESB-málum

Sjálfstæðisflokkurinn er óhæfur til forystu í ESB-málum. Þar er hver höndin upp á móti annarri, hagsmunaaðilar takast á og draugar nýfrjálshyggju og helmingaskipta ganga ljósum logum. Uppvakningur Davíðs Oddssonar hræðir líftóruna úr flokksforystunni. Þegar Björn Bjarnason fullyrðir að það ráðist á vettvangi Sjálfstæðisflokksins hvort Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki, ofmetur hann gróflega stöðu og þyngd Flokksins. Flokkurinn forðast að taka afstöðu til málsins - því hann klofnar ef hann gerir það. Þetta gerir Sjálfstæðisflokkinn óhæfan um að veita forystu í málinu. Sjálfstæðisflokkurinn siglir harðbyri í átt þess að verða hreinræktaður hægri flokkur. Nýfrjálshyggjan, einkavinavæðingarævintýrið og efnahagshrunið hafa afhjúpað Sjálfstæðisflokkinn. Það er flokkur sérhagsmuna og græðgi, sem lætur almannahagsmuni sig engu varða. Í ESB málinu er forysta Sjálfstæðisflokksins málpípa kvótakónga sem óttast ekkert meira en að missa tök sín á auðlindum þjóðarinnar. Þetta gerir Sjálfstæðisflokkinn óhæfan til forystu í ESB-málum.


mbl.is Engin ESB-aðild án atbeina Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björn Bjarnason er maður gærdagsins. Að detta það í hug að láta þetta út úr sér olli mér kjánahrolli. Að halda að FL-okkurinn sé hið sjálfskipaða íslenska vald og hans vilji sé sá eini rétti er eitthvað svo geðveikislegt. Skyldu þeir í Valhöll vera í maníukasti núna?

Ína (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 11:39

2 identicon

Innilega sammála þér. kv. Sólveig

Sólveig Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 12:55

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sjálfstæðisflokkurinn (hvílíkt öfugnefni) er á leiðinni þangað sem hann á að vera. Það var nefnt við mig í gær hvers vegna í ósköpunum ekki væri búið að banna Sjálfstæðisflokkinn, það hefðu þjóðverjar gert við Nasistaflokkinn þar í landi og bara þótt sjálfsagt. Því var svo bætt við, að Framsókn mætti fara sömu leið!

Ég er ekki að jafna þessu saman, en svona er reiði sumra mikil út í gömlu einkavina og fyrirgreiðsluflokkana.

Ingimundur Bergmann, 20.4.2009 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband