9.4.2009 | 11:36
Sjálfstæðisflokkur í vondum málum
Nú standa öll spjót á Sjálfstæðisflokknum. Forysta flokksins í efnahagsmálum um hartnær 18 ára skeið hefur leitt Ísland á barm glötunar og efnahagshruns. Í skjóli flokksins hefur þrifist kunningjaspilling, og einkavinavæðing bankanna gaf græðgisöflunum frítt spil að fara með fjármuni og framtíð þjóðarinnar að egin vild. Nú bætast lögbrot ofaná siðleysi; Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegið stóra styrki frá einkavinum sínum, og tekið á móti þeim þó það hefði átt að vera ljóst að það væri bæði lögbrot og siðlaust.
Einu sinni var til stór stjórnmálaflokkur svo kallaðra Kristilegra Demókrata á Ítalíu. Þeir réðu öllu þar í valdi yfirburðastærðar í meira en 40 ár. Svo lenti flokkurinn í hremmingum vegna einkavinavæðinga, spillingarmála og lögbrota. Leiðtogar flokksins voru sumir ákærðir fyrir glæpi og spillingu. Kjósendum var nóg boðið, og saga þess flokks var öll. Skyldum við vera á sömu leið með Sjálfstæðisflokkinn?
Styrkir endurgreiddir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.