Hver ber pólitísku ábyrgðina á hruninu?

Hrun íslensks efnahagslífs er afleiðing af einkavinavæðingu bankanna og þess að svigrúm þeirra til að spila með almannafé var aukið á sama tíma og dregið var úr eftirliti með fjármálastofnunum. Ofaná bættust síðan þennsluhvetjandi stóriðjuverkefni, Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði, auk útlánasukks bankanna. Það voru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem einkavinavæddu bankana og hleyptu þennslunni af stað með Kárahnjúkavirkjun. Seðlabankinn, undir forystu Davíðs Oddssonar, gætti þess ekki að hamla útlánum bankanna með bindiskyldu vegna útlána. Síðan lögðu þeir kumpánar Davíð og Halldór Ásgrímsson niður Þjóðhagsstofnun. Þar með var engin opinber stofnun með heildaryfirsýn yfir stöðu efnahagsmála, heldur voru menn undirseldir bjartsýnisspám greiningardeilda bankanna. Sjálfstæðismenn hafa ekki farið í neitt uppgjör við þetta. Þeir bera pólitíska ábyrgð á hruninu, og það veit fólk. Þess vegna mælist Sjálfstæðisflokkurinn með mun minna fylgi en flokkurinn á að venjast. Nú, þegar spillingamál bætast ofan á önnur vandræði Sjálfstæðisflokks mun fylgi flokksins sjálfsagt enn minka. Þá hjálpar ekki að Þorgerður Katrín gráti það að Samfylkingin taki ekki ábyrgð á gerðum ríkisstjórna Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen to that. Ég var einmitt forviða þegar ég var að lesa þessa grein, hvaða uppgjör...?

Bella (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 19:36

2 identicon

Veit að Samf. er ekki til mikils gagns en hún var nú samt í síðustu ríkisstjórn og með viðskiftaráðherrann, bankamálaráðherann

haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband