Sturla klúðraði þessu

Nú berja þeir sér á brjóst, stjórnmálamennirnir sem komu Íslandi á kaldann klakann, og leika sjálfstæðishetjur. Sturla ætti að velta því fyrir sér hvers vegna Ísland er í þeirri stöðu sem landið er í, hver kom Íslandi á hausinn? Einkavinavæðing bankanna, sem félagar hans í Sjálfstæðisflokknum stóðu fyrir, er ein mikilvæg orsök bankahrunsins. Afglöp Sjálfstæðismanna er þeir réðu fjármálaráðuneytinu í 18 ár samfellt, og settu síðan Bubba kóng yfir Seðlabankann, er önnur mikilvæg orsök hrunsins. Sjálfstæðismenn lögðu niður eftirlitsstofananir eins og Þjóðhagsstofnun, og héldu fjármálaeftirlitinu veiku með ónógum fjárveitingum. Pólitískar embættisveitingar veiktu stjórnkerfið, því þar sátu gulldrengir Sjálfstæðismanna og Framsóknar og þáðu góð laun fyrir að vinna ekki vinnuna sína. Þarna eru orsakir hrunsins. Sturla Böðvarsson tók fullan þátt í þessu sem þingmaður og ráðherra. Ekki örlar á sjálfsgagnrýni eða greiningu á því hvað hann eða sjálfstæðismenn gerðu rangt og illt og spillt um árabil. Nú getur hann leikið sjálfstæðishetju, og gagnrýnt þau stjórnvöld sem tóku við rjúkandi rústum eftir fjármálastjórn Sjálfstæðismanna. Hann klúðraði þessu sem þingmaður og ráðherra, og hans ráðgjöf nú er óþörf.
mbl.is Öllu skal fórnað fyrir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já minnstu ekki á thad óaelandi.  Vidbjódurinn lodir vid thessi kvikindi.

Bobbi (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Og allt þetta framkvæmt samkvæmt reglugerðum settum í Brussel...

Ólafur Björn Ólafsson, 17.6.2009 kl. 23:17

3 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Sæll nafni. Var það gert samkvæmt reglugerðum frá Brussel að færa bankana í hendur einkavina Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks? Réði Brussel því að Davíð Oddsson var gerður að seðlabankastjóra? Var þjóðhagsstofnun lögð niður að fyrirmælum frá Brussel? Var það Brussel að kenna að Fjármálaeftirlitið sinnti ekki eftirlitsskyldu sinni? Hvernig væri að þú kynntir þér málin áður en þú blandar þér í umræðuna. Mæli með bókunum "Sofandi að feigðarósi" og "Hrunið", þar er það rakið skilmerkilega hvernig efnhagshrunið orsakaðist af röð rangra ákvarðanna stjórnmálamanna og fjármálamanna. Mæli með þeim. 

Ólafur Ingólfsson, 17.6.2009 kl. 23:31

4 identicon

Það eiga eftir að koma fleiri bækur sem varpa ljósi á sukkið og svínaríið,  sanleikurinn er ekki kominn fram, hann er að líta dagsins ljós með degi hverjum. Þú gleymdir alveg Samfylkingunni í þínum skrifum það var Jón Baldvin sem innleiddi EES regluverkaruglið sem á stóran þátt í hruninu.  Samfylkingaflokkurinn ásamt Ólafi R er spilltasti flokkur landsins.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 08:46

5 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Sæl Sigurbjörg. Það er mikill miskilningur að EES samningurinn hafi orsakað hrunið. Hrunið er afleiðing græðgisvæðingarinnar sem gerði óprúttnum bröskurum kleyft að ráðskast með fé sem þeir áttu ekki. Græðgisvæðingin er heimatilbúið vandamál, soðið saman í hugmyndasmiðju Sjálfstæðismanna ("Græða á daginn, grilla á kvöldin" sagði helsti hugmyndafræðingur nýfrjálshyggjunnar, Hannes Hólmsteinn). Að gera EES eða EB ábyrgt fyrir íslenska efnahagshruninu er í besta falli kjánalegt. Í versta falli sýnir það óvilja til að læra af mistökunum. Nýfrjálshyggjuliðið og einkavinirnir í Sjálfstæðisflokknum (og braskarnir í Framsókn sem tóku þátt í einkavinavæðingunni) vilja ekkert frekar en að fólk trúi því að hrunið sé EES, EB eða jafnvel Samfylkingunni að kenna. Það fríar þá frá ábyrgð.

Ólafur Ingólfsson, 18.6.2009 kl. 09:45

6 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Ólafur. Röksemdarfærsla nafna þíns og Sigurbjargar er mögnuð. Það er sem sagt bílnum að kenna ef maður keyrir út af gónandi út í loftið, hurðarkarminum ef maður rekur sig í hann, brennivíninu ef maður drekkur sig fullan o.s.frv. o.s.frv.

Ingimundur Bergmann, 21.6.2009 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband