Sigmundur Davíð í sandkassanum

Maður getur ekki annað en verið undrandi yfir hegðun nýja framsóknarformannsins á þingi. Stöðugar fýlulegar athugasemdir, frammíköll, fátt uppbyggilegra tillagna, lýðskrumstillögur um niðurfellingu skulda, og svo vill hann hlaupa frá ábyrgð í icesave málinu (hann telur að þjóðir Evrópu munu sýna okkur skilning þó við gerðum svo). Svo fer maðurinn að lesa upphátt úr Fréttablaðinu undir dagskrálið þar sem fjalla átti um fundarstjórn forseta, og fyllist svo heilagri vandlætingu þegar hann er rekinn úr pontu. Sigmundur Davíð virðist halda að slæm athygli sé betri en engin athygli. Við verðum að vona að kjósendur taki eftir hegðun hans og veiti honum enga athygli þegar krossa á við kjörseðilinn í næst kosningum.... 
mbl.is Óásættanleg framkoma forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það veitir nú ekki af aðhaldi við þessa ríkistjórn sem ætlar að koma þessari þjóð í gjaldþrot eftir 7 ár!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Og þessi ríkisstjórn sem nú situr, vonandi sem stiðst, talaði um gegnsæi og að allt ætti að vera upp á borðinu fyrir kosninga.

það er eitthvað annað hljóð núna, alla vegana eftir að maður fylgdist með bjöllusauðnum, Ástu Ragnheiði í þinginu sem hagaði sér

allveg forkastanlega og var sér til SKAMMAR.

simma (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Formanna vandi Framsóknar tekur engan enda

Ingimundur Bergmann, 17.6.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband