4.7.2009 | 20:37
Davíð ekki trúverðugur
Davíð hefur í leikið tveimur skjöldum í öllu sem viðkemur efnhagshruninu, og talað með tungum tveimur:
- Hann viðurkennir að fjárglæframennirnir í LÍ eigi stóra sök á efnahagshruni Íslands, en hann sér ekki að þetta var skrýmsli sem hann vakti upp með einkavinavæðingu Landsbankans.
- Hann segist hafa varað við hættunni á hruni bankanna ári áður en þeir hrundu, en samt fór hann í viðtöl við fjölmiðla erlendis þar sem hann sagði stöðu bankanna sterka.
- Hann segist hafa ítrekað að ríkissjóður hefði engar skuldbindingar gagnvart icesave reikningum Landsbankans, en í viðtali í mars 2008, við Channel 4 í Bretlandi, sagði hann ríkissjóð Íslands bakka reikninganna uppi.
- Hann segist hafa varað ríkisstjórn Geir Haarde við því að taka á sig ábyrgð gagnvart icesave, en sjálfur skrifaði hann uppá skuldbindingu gagnvart icesave, sem seðlabankastjóri, í nóvember sl.
Davíð hefur engan trúverðugleika í málinu. Hann virðist haldinn alvarlegri veruleikabrenglun, það sjá flestir aðrir en hörðustu aðdáendur og ritstjórn moggans. Það er hallærislegt að sjá moggann enn og aftur leggjast marflatan fyrir Davíðsklíkunni innan Sjálfstæðisflokksins með "ítarlegu" drottningarviðtali.
Ekki setja þjóðina á hausinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:39 | Facebook
Athugasemdir
"áhugamaður um stjórnmál"
meira þarf ekkert að segja.
Egill, 4.7.2009 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.