27.6.2009 | 00:18
Lýðskrum og ábyrgðarleysi
Framsóknarmenn hafa ekki lagt fram neitt uppbyggilegt til lausnar kreppunnar sem þeir eiga verulega sök á að hafa skapað. Nýi formaðurinn, Sigmundur Davíð, gerir fýlulegar athugasemdir við allt sem lagt er fram til lausnar, hvort sem það er þjóðarsáttin eða icesave samningarnir. Flokkurinn elur á óánægju, reiði og sundrungu í stað þess að koma með uppbyggilegar tillögur um lausnir. Þetta er lýðskrum. Markmið lýðskrumsins er að fela þátt flokksins í aðdraganda hrunsins, einkavinavæðingar bankanna. Borgarahreyfingin er hreinn óánægjuflokkur, sem reiðibylgja í kjölfar hrunsins skolaði inná þing. Sjálfstæðisflokkur talar um að neita því að láta svínbeygja okkur. Nei, nú á að senda umheiminum langt nef, eins og við höfum efni á því eftir það sem á undann er gengið. Það er sorglegt að horfa uppá lágkúru stjórnarandstöðunnar og ábyrgðarleysi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um icesave tefur í besta falli lausn vandans og því að botninum verði náð í þessari kreppu, en í versta falli kallar höfnun á icesave samkomulaginu yfir okkur botnlaust hrun og alþjóðlega einangrun.
Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
líklega fyrsta gáfulega bloggfærslan sem ég les um þetta mál.
Reynir (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.