Davíð Oddsson á glæpalista Time

Time Magazine birti fyrir nokkru lista yfir þá 25 einstaklinga sem mesta ábyrgð bera á fjármálakreppu heimsins. Við Íslendingar erum gjarna stolltir yfir því þegar við komumst á lista yfir framúrskarandi fólk; nú getum við verið stollt yfir því að Davíð Oddsson er á lista yfir 25 helstu fjármálaglæpamenn heimsins. Fréttina má lesa á vefsíðunni: http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,1877351_1877350_1877340,00.html

Þar segir að Davíð Oddsson hafi sem forsætisráðherra og síðar seðlabankastjóri gefið nýfrjálshyggjuöflunum lausan tauminn með hroðalegum afleiðingum.

Hvenær lenda Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur á lista yfir verstu og spilltustu stjórnmálaflokka hins vestræna heims? Spilling, sjálftaka, græðgi, þjófnaður. Þessir flokkar hafa komið Íslandi á kaldan klaka.


mbl.is Hvar eru íslensku gulldrengirnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Gíslason

Já mikill er máttur okkar Íslendinga að fella fjármálakerfi heimsins.  Íslendingar tóku of stór lán af illmensku en Bretar fengu of stór lán í sakleysi.  Íslendingar lánuðu of mikið af illmensku en Bretum er skuldað of mikið í sakleysi.  Hvað haldið þið að Breskir fjármagnseigendur og fjárfestar hafi tapað við yfirtöku (aðstoð, hehe) Breska ríkisins á Breskum bönkum eins og t.d. Royal Bank of Scotland?  Það á örugglega eftir að koma í ljós að þeir sem t.d. lögðu inn á IceSafe hafi tapað minna en ef þeir hefðu t.d. fjárfest í "stöndugum" bönkum og fyrirtækjum.  Við erum bara einn alsherjar blóraböggull og aumingjar sem getum ekki varið okkur og komið  okkar sjónarmiðum fram á alþjóðavettvangi.

Ólafur Gíslason, 20.5.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Þeir sem næstir voru keisaranum sáu ekki að hann var nakinn!

Ingimundur Bergmann, 20.5.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband