Krónan kostar sitt

Það kemur ónotalega við fólk að AGS skuli ráða vaxtastigi á Íslandi, og nú hrópa menn hátt um að sjóðurinn stjórni Íslandi í raun. Ástæður þessa ástands eru hrun íslenska bankakerfisins og algert verðfall íslenska gjaldmiðilsins. Ef gjaldeyristakmarkanir yrðu afnumdar myndum við lenda í Zimbabwe-ástandi, með verðlausan gjaldmiðil, hömlulausa verðbólgu, fjöldafátækt og landflótta. Efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins í 18 ár kom okkur í þessa stöðu. Þetta er nótan fyrir að gefa græðgisöflunum lausann tauminn. Það verður að ná einhvers konar stöðugleika í efnahagskerfi landsins. Háir vextir verða greiddir háu verði af fyrirtækjum og fjölskyldum í landinu. Kanski er það mat AGS að það yrði greitt enn hærra verði að lækka vexti of hratt? 
mbl.is Seðlabankinn í klemmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rétt hjá þér Ólafur. Það er eins og fólk hafi ekki áttað sig á að við erum í gjörgæslu. Sjúklingarnir sjálfir sjá ekki um slíka gjörgæslu.

Finnur Bárðarson, 14.5.2009 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband