14.5.2009 | 09:19
Hvers vegna var ekkert gert?
Það er athyglisvert að Seðlabankinn var með viðbúnað vegna bankahruns hálfu ári fyrir hrunið, en gerði ekkert til að afstýra því. Ráðamenn (þar á meðal seðlabankastjóri) héldur því fram allt til byrjunar október 2008 að hér væri allt í himnalagi. Geir Haarde sagði vorið 2008 að botninum væri náð.
Einkavinirnir vissu þó hvert stefndi. Þeir fengu góðan tíma til að selja hlutabréf sín (sem bankarnir m.a. keyptu fyrir viðbótarlífeyrissparnað landsmanna til að halda uppi verði á hlutabréfum sínum), plundra bankana og flytja fjármuni í örugg skjól. Almenningur situr uppi með reikninginn...
Áætlun ef bankar færu í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Thad er alltaf ad koma betur og betur i ljos thatttokuleysi Samfylkingarinnar i sidustu rikisstjorn. Ingibjorg Solrun fekk allar thessar frettir en sagdi liklega engum fra thvi, af thvi ad hun hatar David. Ossur vissi ekkert, bankamalaradherran hann Bjorvin vissi ekkert og heilog Johanna ekkert. Mikill er abyrgdarhluti Ingibjargar i thessu falli, liklega dyrasta kona sem uppi hefur verid a Islandi ! Hvenig gat Geir stjornad med svona flokki ?
Orn Johnson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 10:44
Sæll Örn. Ég ráðlegg þér að lesa bók Ólafs Arnarsonar, Sofandi að feigðarósi. Ólafur er hagfræðingur og kemur innan úr Sjálfstæðisflokknum (fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokksins). Hann svarar spurningum þínum í töluvert löngu máli. Þú getur hengt þig á það að Ingibjörg Sólrún hafi ekki hlustað á Davíð Oddsson, hinu mátt þú ekki gleyma að Geir Haarde hlustaði ekki á hann. Seðlabankinn heyrði undir forsætisráðuneytið, ekki utanríkisráðuneytið, það var mikilvægast að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hefðu áttað sig á því hvað var að gerast. Hvers vegna hlustuðu Geir og Árni ekki á Davíð? Vegna þess að Davíð hafði engann trúverðugleika, það tók enginn mark á honum. Tilraunir þínar til að firra Sjálfstæðisflokkinn ábyrgð og hatast úti Ingibjörgu Sólrúnu eru í besta falli hallærislegar, og sýna að þú veist ekki hvað þú ert að tala um.
Ólafur Ingólfsson, 14.5.2009 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.