Bjartsýnir framsóknarmenn

Formaður Framsóknarflokksins hefur nú fengið nýtt markmið að stefna að: fjölga þingmönnunum svo þeir fylli aftur uppí fundarherbergið sem þeir hafa haft síðustu 60 árin. Það er gott að flokkurinn finni sér tilverugrundvöll. Flokkurinn hefur reyndar náð mörgum af málum sínum fram síðustu árin: þeir einkavinavæddu bankana, og úthlutuðu sér feitum bita; þeir drógu Ísland inn í innrásina í Írak; þeir áttu afgerandi þátt í því að drekkja hálendinu til að byggja Kárahnjúkavirkjun, og skuldsettu um leið Landsvirkjun svo fyrirtækið er á barmi gjaldþrots. Önnur mál sem þeir hafa ekki komið í höfn (þrátt fyrir harða baráttu) eru fjölmiðlalöginn dæmalausu og tilraunir til að breyta vatnalögunum þannig að hægt væri að einkavinavæða vatnið í landinu.

Látum Framsóknarflokkinn njóta sannmælis: hann er spilltur, og ber gríðarlega ábyrgð á yfirstandandi þjóðargjaldþroti Íslands. Ég myndi ekki vera svo viss um að þingmönnum flokksins eigi eftir að fjölga. Þegar öll kurl verða komin til grafar um þátt Framsóknar í spillingamálum síðustu ára efast ég um að kjósendur vilji taka í hann með töng.


mbl.is Vilja ekki flytja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband