12.5.2009 | 09:19
VG ofan í skotgrafirnar
Í Fréttablaðinu í dag er spjallað við einn nýju þingmanna VG, Ásmund Einar Daðason, um mögulegar ESB viðræður. Hann veitir athyglisverða innsýn í nálgun VG gagnvart ESB: "Ég er mjög harður Evrópuandstæðingur, og stend við það. Þetta er mín sannfæring og prinsipp og ég mun fylgja því í rauðan dauðann.
Hann gæti alveg eins hafa sagt "Ég veit hver hinn rétti sannleikur er, ekki rugla mig með staðreyndum". Vinstri spegilmynd Davíðs Oddssonar. En þeir ná saman í afstöðunni til ESB viðræðna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er algjörlega andsnúinn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Líka því að Ísland sæki um aðild án þess að kynna sambandið rækilega fyrst og sækja umboð til kjósenda í þjóðaratkvæði að kynningu lokinni.
Þýðir það að ég vilji ekki "láta rugla mig með staðreyndum"?
Þetta er stærsta málið í sögu lýðveldisins. Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingur, sagði í Silfrinu á sunnudaginn, að mesta hættan fælist í því að menn ætluðu að byrja á heimavinnunni um leið og sest er við samningaborðið.
Kannski að hinn nýkjörni ungi þingmaður hafi lesið þessa bók og tekið upplýsta afstöðu til málsins. Leyfum honum að njóta vafans.
Haraldur Hansson, 12.5.2009 kl. 09:59
Sæll Haraldur. Ef þú deilir afstöðu Ásmundar að andstaða við ESB sé sannfæring þín og prinsipp sem þú fylgir í rauðan dauðan - já, þá ertu frelsaður og villt ekki láta rugla þig með staðreyndum. Þá skiftir heimavinnan engu máli, þú ert einfaldlega sannfærður um að ESB sé af hinu ílla.
Ólafur Ingólfsson, 12.5.2009 kl. 10:24
Það er furðulegt hvað sú lína virðist ganga auðveldlega ofan í fólk að ESB sé einhver dularfull frímúrararegla sem ekkert sé hægt að vita um án þess að fara í aðildarviðræður.
Vissulega vitum við það ekki nákvæmlega hvernig sérþarfareglugerðir Ísland fengi þegar kemur að sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum en þótt að þau mál séu mikilvæg þá er ýmislegt fleira sem skiptir miklu máli og í augum sumra geta önnur atriði dugað til þess að mynda endanlega afstöðu.
Til dæmis:
Lýðræðishallinn er staðreynd og viðurkenndur af forkólfum sambandsins.
Ásmundur er vinstrimaður og hugnast það e.t.v ekki hvernig sambandið er hallt undir hagsmuni stórfyrirtækja.
Sambandið hefur einnig verið gagnrýnt af vinstri kantinum fyrir að grafa undan verkalýðsfélögum.
Kannski hugnast honum ekki sameiginlega varnarstefnan sem kemur til með gildistöku Lissabon.
Eða kannski þykir honum hæg en örugg þróun sambandsins í miðstýringarátt síðustu áratugi ekki boða gott.
Ef hann væri hægrimaður gæti honum verið uppsigað við t.d:
Tollabandalagið
Sameiginlegu skattastefnuna
Svo er evran kapítuli út af fyrir sig.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 12:55
Þeir fóru ekki ofan í skotgrafirnar, þeir hafa alltaf verið þar og spurningin er hvort þeir/þau komist nokkurn tíma upp úr þeim. Þau féllu svo á prófinu með Akureyrar- fundar- ruglinu, sem Steingrímur segist hafa átt hugmyndina að.
Ingimundur Bergmann, 12.5.2009 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.