Allt í steik á Íslandi

Einu fréttirnar sem berast af stöðu efnahagsmála á Íslandi eru slæmar fréttir. Það virðist sem það sé langt í að botninum sé náð í því forarfeni sem Davíð Oddsson og nýfjálshyggjan atti Íslandi út í. Það er vinsælt að hamast á útrásarvíkingunum svo kölluðu, en það má ekki gleyma því að þeir gerðu bara það sem stjórnmálamennirnir leyfðu þeim að gera. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson einkavæddu bankana í anda helmingaskiptareglunnar, og skeyttu því engu að fá erlenda reynslu eða fjármagn inní bankana. Davíð Oddsson lagði niður Þjóðhagsstofnun, svo enginn innlend stofnun hafði það hlutverk að hafa heildaryfirsýn yfir stöðu efnahagsmála á Íslandi. Davíð Oddsson, í hlutverki seðlabankastjóra, gerði bönkunum og eigendum þeirra kleyft að spila fjárhættuspil á hlutabréfamarkaði með sparnað landsmanna. Slakt eftirlit gerði alls kyns innherjaviðskipti möguleg, og stóreigendur í bönkunum notuðu þá til að gæta hagsmuna sinna en gáfu skít í hagsmuni þjóðarinnar eða sparifjáreigenda. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hleypti af stað Kárahnjúkavirkjun, sem nú er að sliga Landsvirkjun (400 milljarða skuld) og hleypti af stað þennslunni sem leiddi fram til efnahagshrunsins. Seðlabankinn, undir forystu Davíðs Oddssonar, og þáverandi ríkisstjórnir (undir forystu Halldórs Ásgrímssonar og síðan Geirs Haarde) skeyttu engu um viðvaranir um húsnæðisbólu þegar bankar fóru inná húsnæðislánamarkaðinn og Íbúðalánasjóður hækkaði lánshlutfall þannig að fólk sem ekki hafði efni á að kaupa húsnæði steypti sér út í skuldir sem það rís ekki undir.

Það er stundum sagt um fyllibyttu í þynnku að henni líði eins og hún á skilið. Ástand efnahagsmála á Íslandi er að verulegu leiti í samræmi við það sem Ísland á skilið, því miður. Allt of margir tóku þátt í neyslufylliríinu, og allt of margir kusu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn til að stjórna efnahagsmálunum (16 ár af spillingu og sukki!). Nú koma afleiðingar þessarra pólitísku og efnahagslegu afglapa í ljós. Landið er á barmi gjaldþrots, ríkissjóður sekkur æ dýpra í skuldafenið, og fyrirtæki og almenningur er hrottalega skuldum vafinn. 

Alfonsín, fyrsti forseti Argentínu eftir að landið fékk lýðræðislega ríkisstjórn eftir að herforingjastjórn Galtieri hafði nánast steypt landinu í glötun í byrjun níunda áratugs síðustu aldar, sagði að nútímasaga Argentínu kenndi mikilvæga lexíu: Velferðarþjóðfélagið er ekki náttúrulögmál. Í Argentínu var það eyðilagt af óheilögu bandalagi spilltra stjórnmálamanna og ófyrirleitinna fjárglæframanna og braskara. Argentína dagsins í dag er fast í skuldafeni og almennri fátækt. Er Ísland að fara sömu leið? 


mbl.is Skuldir ríkisins langt yfir viðmiðunum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Já, hyldýpið virðist blasa við, sbr. fréttirnar frá fjármálaráðuneytinu í dag (30 ára prógrammið).

Sjálfstæðis- Framsóknarfl. geta verið stolt af árangrinum!!

Ingimundur Bergmann, 12.5.2009 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband