Sex-10 milljónir á mann

Allir þessir milljarðar hingað og þangað, maður verður ringlaður af því að lesa þessa hagspeki. Ef íbúafjölda Íslands er deilt uppí 1670 milljarða verður útkoman nálægt 6 milljóna króna skuld á hvert einasta mannsbarn í landinu. Ef notuð er talan 3100 milljarðar fyrir skuldir Íslands samsvarar það 10 milljón króna skuld á mann. Það er kanski heimsmet miðað við höfðatölu, eins og sagt er...? Þetta bætist síðan við aðrar skuldir landsmanna, svo sem húsnæðislán, bílalán osfr.

Var einhver að segja að Íslendingar hefðu lifað um efni fram?


mbl.is 3100 milljarða skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Íslendingar fara aldrei í neina keppni nema til að vinna. Og gera það oftast miðað við höfðatölu.

Ég er þó á því að það sé einn galli á þessari höfðatölu, nefnilega það að við erum fleiri en opinberar tölur segja.

Öll umsvif hér benda til þess að hér búi a.m.k. 1,5 milljón sálir. Það hefur lengi verið mín skoðun að huldufólkið sé virkara en við höfum vitneskju um. Allar þessar verslanir, öll þessi hús, öll þessi leikfélög, allir kórarnir!

320þúsund manna þjóð heldur þessu ekki gangandi.

Huldufólkið hefur ekki kosningarétt - þarf ekki að laga það?

Hjálmtýr V Heiðdal, 7.5.2009 kl. 15:23

2 identicon

Gleymdu ekki tónlistarhúsinu Hjálmtýr, sem verður með fleiri sæti en stærstu tónlistarhús í Skandinavíu. Annars ganga sögur um óvenjulega aukningu hulduvera á Cayman eyjum þessa dagana. Hulduverur þessar eru sagðar tala torkennilegt tungumál sem fróðir telja vera af norrænu bergi brotið og dreyfi um sig með sérkennilegum huldupeningum sem gufa hreinlega upp þegar venjulegur maður tekur við þeim.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband