22.4.2009 | 09:17
Lífríki Jarðar undir gríðarlegu álagi
Það er sama hvar borið er niður, gengdarlaus hagvöxtur og neysla nútímasamfélagsins ógnar lífríki jarðar. Náttúrulegum búsvæðum plantna og dýra er eytt, skógar höggnir, neysluvatni spillt, láð og lögur mengað. Það er talið að 3-4 tegundir lífvera deyi út á klukkutíma vegna athafna manna, og skógareyðing á klukkustund er uppá 1-2 hektara. Ef allir jarðarbúar hefðu neyslumynstur vesturlanda þyrftum við 2-3 plánetur til að seðja hráefnahungur mannkyns. Þetta gengur náttúrulega ekki upp til lengdar, og þessu verður að breyta. Ein jákvæð áhrif kreppunnar sem nú ríður yfir heiminn er að þrýstingi á lífríki léttir tímabundið á vissum stöðum. Lausnin á þeim umhverfisvanda sem steðjar að jörðinni er meiri jöfnuður í neyslu. Það þýðir óhjákvæmilega að vesturlandabúar verða að breyta neyslumynstri sínu, minka sókn sína í hráefni og lífsgæði. Það er alveg eins gott að byrja strax. Fyrsta skrefið á Íslandi gæti verið að hætta við áform um frekari álversvæðingu. Við þurfum ekki að fórna náttúruperlum til að hægt sé að framleiða fleiri áldósir fyrir Bandaríkjamarkað. Aukum umfang umhverfismats fyrir stóriðjuframkvæmdir, og bætum við spurningunni "eru fyrirhugaðar framkvæmdir jákvæðar fyrir lífríki jarðar og komandi kynslóðir?"
Lifnaðarhættir áttunda áratugarins til bjargar jörðinni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
Því miður held ég að vesturlandabúar séu ekkert á þeim buxunum að breyta neyslumynstri sínu. Þegar horft er til alls þess sem þú telur upp er einkennilegt hvað gróðurhúsaáhrifin dómínera allt annað í umræðum um umhverfismál.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.4.2009 kl. 09:25
Sæll Sigurður. Það er alveg rétt hjá þér að vandinn mikið stærri og margþættari en að einskorðast við vaxandi gróðurhúsaáhrif. Á hinn bóginn orsakast vaxandi magn gróðurhúsalofttegunda að hluta af gróður- og skógareyðingu. Gróður bindur koltvísýring; skógareyðing og eyðing votlenda leysa gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda. Vandinn er margþættur, lykiliin að lausn er breytt neysluminnstur og fráhvarf frá þeirri stefnu að endalaus hagvöxtur leysi vandamál. Hagvaxtarstefnan eykur vandamálið og gerir það erfiðara að leysa.
Ólafur Ingólfsson, 22.4.2009 kl. 09:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.