Sókn afturábak?

Guðlaugur Þór er greinilega brandarakall sem fer með öfugmæli til að skemmta fólki. Stórstyrkjamálið (les: kanski mútumálið) mun ekki skaða flokkinn, heldur hann. Flokkurinn er í sókn að mati Guðlaugs Þórs, bætti við sig 0.3% milli skoðanakannanna. Skoðanakönnunin sýndi raunar 14% fylgistap frá síðustu kosningum, úr 36% fylgi niður í 22% fylgi. Þetta fer að minna á það sem sagt var um ítalska herinn í seinni heimsstyrjöldinni: skriðdrekarnir höfðu einn gír áfram en fjóra bakkgíra, til að geta sótt fram hraðar afturábak... Guðlaugur Þór heldur greinilega að þetta sé allt uppákoma í leikhúsi fáráðnleikans, þar sem stjórnmálamenn séu trúðar að skemmta lýðnum. Það verður gaman að sjá hversu margar útstrikanir vinurinn fær þegar talið verður upp úr kjörkössunum. Skyldi hann komast inná þing?
mbl.is Guðlaugur telur málið ekki skaða flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Assgoti ert þú duglegur að blogga Óli.

Ég er að vona að Sjálfstæðisflokkurinn fari niður fyrir 20% - þá væru alvöru tímamót.

Skv. gamalli reynslu þá sýna skoðanakannanir betri útkomu hjá Sjöllum en niðurstaða kosninga.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.4.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband