Prófkjör D - gamalt vín á gömlum belgjum

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn nánast lokið uppröðun lista, og það er fátt sem kemur á óvart. Gamalt vín á gömlum belgjum. Sama liðið sem sat í þingsölum og ætlaði að fara að ræða tillögu Sigurðar Kára um að leyfa áfengissölu í kjörbúðum þegar glamrandi búsáhöld vöktu það við vondan draum í janúar. Búsáhaldabyltingin hristi upp í samfélaginu, og maður skyldi halda að flokkurinn hefði brugðist við með endurmati og uppgjöri. Það er fátt um fína drætti þar, og endurnýun vandséð. Bjarni Benediktsson verður sjálfsagt næsti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins. Var það ekki hann sem vildi leggja íbúðalánasjóð niður, hans væri ekki þörf því bankarnir stæðu sig svo vel í húsnæðislánum? Árni Johnsen. Say no more. Pétur Blöndal, nýfrjálshyggjumaður par excellence. Íllugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Odssonar um árabil. Birgir Ármannsson, annar nýfrjálshyggjumaðurinn úr tink-tank Hannesar Hólmsteins. Kristján Þór Júlíusson, virtist vera í felum inná þingi frá kosningunum 2007, svo lítið urðu menn varir við hann. Nýliðunin kemur með mönnum eins og Tryggva Þór Herbertssyni, sem afrekaði það að skrifa stóra skýrslu rétt fyri hrunið, þar sem gagnrýni Danske Bank og annarra var vísað á bug. Á Íslandi væri engin kreppa yfirvofandi. Þetta var mánuði áður en Geir Haarde fól drottni hagstjónina í frægri sjónvarpsræðu. Tryggvi Þór er holdgerfingur efnahagshrunsins. En við munum að afstaða Flokksins er að stefnan hafi verið góð, það var fólkið sem brást. Nú á sjálfsagt að gera aðra tilraun til að sannfæra okkur um að stefnan hafi verið rétt, og nú megum við ekki bregðast Flokknum. Nei, maður verður beinlínis myrkfælinn af því að fara yfir lista frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins. Þar eru svo margir uppvakningar - frambjóðendur sem ættu að vera pólitískt dauðir, en þráast við að skilja að þeirra tími er liðinn. Nú veltur það á kjósendum að koma þeim skilaboðum á framfæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband