3.3.2009 | 17:06
Skipbrota framsóknarmenn
Bjarni Harðarson hrökklaðist af þingi eftir að hafa verið uppvís að leynimakki um að koma höggi á Valgerði, sællar minningar. Hann yfirgaf síðan Framsóknarflokkinn í framhaldinu, en fáir botnuðu í því hvað var í gangi. Málefnaágreiningur? Trúverðugleiki hans sem stjórnmálamanns beið verulega hnekki af þessu brölti. Ég held að það skilji fáir hvert hann er að fara núna. Hvað stendur þessi L-listi fyrir? Endurreisn fjölskyldna, heimila og fyrirtækja í landinu. Eru hinir flokkarnir með eitthvað annað á stefnuskrá sinni? Betur má ef duga skal. Ætli L-listinn muni ekki höfða til hinnar einu sönnu framsóknargilda, þeir séu hinir sönnu framsóknarmenn. Ég hygg að það sé ekki mikil eftirspurn eftir slíku, og spái listanum litlu brautargengi kjósenda.
Vilja beint samband milli kjósenda og frambjóðenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll,
Ég hef ekki orðið vör við að hinir flokkarnir séu með stefnuskrá yfir höfuð? Hvað er að því að hafa endurreisn fjölskyldna, heimila og fyrirtækja í landinu á stefnuskrá? Hvers vegna má ekki bjóða fram lista í öllum kjördæmum þó Bjarni Harðar verði í framboði í einu þeirra? Finnst þér þá að aðrir flokkar ættu að hætta að bjóða fram lista vegna þess að þar eru misframbærilegir frambjóðendur innan um?
Kveðja,
Eirný
Eirný Vals (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 17:13
Thu ert nu frekar neikvædur. Bjarni ma eiga thad ad hann axladi abyrgd og vidurkenndi mistok sin sem stjornmalamanns. Annad er ekki hægt ad segja um flesta hina. Eg vona svo sannarlega ad L listanum gangi vel og list frabærlega a Thorhall Heimisson i frambod. Gott ad fylkingu a moti evropu sambandinu.
arnar (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 17:19
.
Ekkert er nýtt undir sólinni. - Framboð sem ná fulltrúum á þing eru þar með orðin að stjórnmálaflokki hvað svo sem menn reyna að kalla það.
Nema þetta verði eins og hjá Frjálslyndum og fleirum. Þegar á þing er komið uppgötva menn að leiðir liggja ekki alltaf saman í stórum málum og smáum.
Þá heleypur hver þangað sem hann finnur sína skoðanabræður.
101 (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 17:19
Mér þykir þú heldur betur vanmeta baráttujaxlinn Bjarna Harðarson og svo einnig hvað andstaðan við ESB aðild er djúp og heit meðal mikils meiri hluta þjóðarinnar og það í grasrótini öllum gömlu stjórnmálaflokkunum. Mikill meiri hluti í öllum flokkum og líka með þeirra sem engan flokk styðja og meira að segja í Samfylkingunni er næstum fjórði hver kjósandi einarðlega á móti aðild, þrátt fyrir skefjalaust trúboðið.
Fólk óttast undanslátt og smeðjuskap hinna flokkana gagnvart ESB valdinu !
Þess vegna hef ég alveg fulla trú á að þetta framboð eigi fullt erindi á Alþingi okkar Íslendinga.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 17:38
Tek heils hugar undir með þér Ólafur.
Ef við þurfum eitthvað í þessu ástandi, þá er það eitthvað annað en rugl af þessu tagi. Nauðsynlegt er að horfa til framtíðar og það verður vissulega ekki gert með hundasúrusjónarmiðum. Það er ekki heppilegt að dreifa kröftunum, betra að líta framá veginn og búa svo um hnúta að hér verði þjóðfélag sem virkar, til framtíðar litið.
Það verður klárlega ekki gert með því fyrirkomulagi sem er núna og fjasið í þeim sem ræða um ESB sem óvinveitt fyrirbrigði minnir á Bjart í Sumarhúsum, heimóttarlegt að ekki sé meira sagt.
Ingimundur Bergmann, 3.3.2009 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.