Frábiðjum okkur meiru af þeim varningi

Bjarni Benediktsson, vonarbiðill formennsku í Sjálfstæðisflokknum, hafnar því að hörð frjálshyggja hafi ráðið för í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Sennilega eru margir sammála mér um það að hún hafi verið alveg nógu hörð og varað alltof lengi. Sjálfstæðismenn voru stöðvaðir í tilraunum sínum til að einkavæða orkufyrirtækin og yfirráð yfir vinnslu og dreifingu hreins vatns. Ef það hefði tekist hefði nýfrjálshyggjumönnunum í Sjálfstæðisflokknum sjálfsagt þótt að rétt skref í frelsisátt hefðu verið stiginn. Við hin viljum ekki sjá þessa stjórnmálastefnu, við höfum engan áhuga á því að Ísland verði draumaland braskara og fjárglæframanna. Þeir hafa haft frítt spil síðasta áratuginn - og sjáið hvert það hefur komið okkur.


mbl.is Hér var ekki hörð frjálshyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hafa þeir prófað lina frjálshyggju á okkur, hvernig verður harða frjálshyggjan sem þeir eiga eftir að keyra á okkur?

Burt með allt spillingarliðið!

Kolla (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 14:17

2 identicon

Heyrdirdu havd helvítis fíflid sagdi:  "VID VILJU HJÁLPA FÓLKI TIL SJÁLFSHJÁLPAR"  Ef thetta er ekki hroki..thá er ekkert hroki.  Thessar afaetur í sjálfstaedisflokknum hafa rústad thjódfélaginu sidferdislega og efnahagslega og svo segir thessi mannapi:  "VID VILJUM HJÁLPA FÓLKI TIL SJÁLFSHJÁLPAR"  Madurinn er algjört fífl.

RottenTott (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband