Sorglegur orðstír

Það gildir jafnt um einstaklinga sem samfélög að þau geta ráðið töluverðu um hvaða orðstír fer af þeim. Sjálfsmynd íslendinga segir þeim að þeir séu sjálfstæðir, sókndjarfir, duglegir, nýungagjarnir vinir vina sinna. Útí heimi fer hins vegar af okkur það orðspor að við séum fífldjarfir hrokagikkir sem göslast áfram án þess að skeyta um afleiðingar gerða okkar. Greinin í Vanity Fair endurspeglar þetta. Er þetta verðskuldaður orðstír? Hvað voru íslensku bankarnir að gera, og hvernig brugðust menn á Íslandi við gagnrýni? Hvað finnst umheiminum um hvalveiðar íslendinga, og hvernig er brugðist við því þegar vinaþjóðir okkar lýsa áhyggjum sínum af þeim? Íslendingar hafa aldrei kunnað að hlusta á vinsamlegar ráðleggingar. Við komumst hjálparlaust á heljarþröm, en ættum kanski að sýna örlítið meiri auðmýkt núna þegar við þurfum á aðstoð að halda til að krafla okkur uppúr því forarfeni sem óheilagt bandalag nýfrjálshyggjupólitíkusa og fjárglæframanna hefur komið okkur í. Orðstír okkar í útlöndum er sorglegur - en sennilega verðskuldaður. Því þurfum við að breyta.   
mbl.is Wall Street á túndrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Greinin birtist ekki í Vanity Fair, - sem er eins og flestir vita slúðurblað um Hollywoodleikara og fræga fólkið. Þessi grein birtist í Wall Street Journal, sem þykir um margt ábyrgari pappír, og fjallar um Íslendinga á markaðstorgi hégómans (Vanity Fair). Það er nú ekki auðmýktinni fyrir að fara í dómi þínum. Ég held seint að Samfylkingar- og Vinstri grænir vinir Baugsveldisins, vilji láta kalla sig nýfrjálshyggjupólitíkusa. Ekki er að sjá að eitthvað bandalag hafi verið milli Davíðs og Jóns Ásgeirs, en Solla, aftur á móti varði útrásarvíkinginn og fjölmiðlakónginn fjálglega í frægri Borgarnesræðu.

Óttar Felix Hauksson, 3.3.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband