23.2.2009 | 17:05
Kosningar nauðsynlegar!
Það er ljóst að minnihlutastjórn Samfylkingar og VG getur vart setið í skjóli Framsóknarflokksins. Menn skyldu hafa hugfast að framsóknarmenn standa aldrei í lappirnar nema til að verja sérhagsmuni. Þeir bera ásamt Sjálfstæðisflokknum höfuðábyrgð á efnahagshruninu. Grundvöllurinn var lagður með einkavinavæðingu bankanna og óskynsamlegum ákvörðunum um tilhögun fasteignalánamarkaðarins. Fasteignabólan, sem fest hefur þúsundir ungs fólks í skuldagildru, orskaðist af hækkuðu lánshlutfalli íbúðalánasjóðs og innkomu bankanna á markaðinn. Að koma þessu í kring var eitt kosningaloforða Framsóknarflokksins á sínum tíma. Atkvæðakaup. Framsóknarmenn hafa miklu að tapa á því að það fari fram raunverulegt uppgjör við fortíðina. Auðmaðurinn sem leiðir Framsóknarflokkinn (fjölskylda hans hafði 1,2 milljarða króna í fjármagnstekjur 2007) kemur frá Kögunarveldinu - einni fyrstu einkavinavæðingunni. Skyldi honum finnast einkavinavæðingin hafa verið athugaverð, og skyldi hann vilja uppgjör við það hvernig þjóðarauðurinn var færður í hendur örfárra manna?
Framsókn skekur ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.